6. fundur (2017)

Fundur haldinn í Etadeild þriðjudaginn 9. maí 2017 

kl. 18 – 20:30

í Vinnumálstofnun Kringlunni 1 

Dagskrá fundar:

1. Setning fundar

2. Orð til umhugsunar: Ingibjörg Möller

3. Gestur fundar: Hrefna Guðmundsdóttir  sálfræðingur fjallar um hamingjuna í daglegu lífi

4. Önnur mál. 

Fundur í umsjá stjórnar – ASP, AEÖ, BG, IM, MI, SVS. 

Mættar: Anna Sigríður, Auður Elín, Auður T, Bryndís G, Guðrún Hrefna, Hafdís, Ingibjörg Möller, Kristín Helga,Ólöf Helga, Magnea, Soffía. 

1. Formaður setti fund, kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi og bauð gestinn og fundarkonur velkomnar. 

2. Ingibjörg Möller flutti okkur hugleiðingar og fleyg orð út frá augnablikinu þar sem hún vísaði til hvers augnabliks sem fundurinn byggði á.  Það er  þriðjudagur í maí,  maí er tákn frjósemi og  efni fundarins – mikilvægi, og merkingu hugtaksins hamingja og hjátrú því tengt. Hún rifjaði upp fleyg orð m.a. um konur og vináttu, benti á margræðni orða og hlutverk og tók sem dæmi orðið á sem hefur margs konar merkingu og greina má í fimm orðflokka. Svona hélt hún áfram og tengdi orð sín listilega við hvert augnablik fundarins, það er  matinn sem er á borðum, kaffið sem fram var borið og rósina sem fyrirlesarinn fær í lok erindis síns. Kjarnyrt erindi og virkilega orð til umhugsunar.

3. Gestur fundarins Hrefna Guðmundsdóttir sagði frá eigin bakgrunni og því hvernig hún leiddist út í rannsóknir og umfjöllun um jákvæða sálfræði. Um þessar mundir er einnig að koma út bók eftir Hrefnu og Helenu Ólafsdóttur, sniðin að ferðamönnum til að læra af og nefnist „Why are Icelanders so happy“? Hrefna flutti okkur hressilegt innlegg um hamingjufræðin og skaut inn á milli verklegum æfingum sem voru skemmtilegar og vekjandi. Hún fór yfir rannsóknir sem segja að grundvöllur hamingjunnar séu samskipti og sterk félagsleg tengsl. Hrefna lét okkur gera tvenns konar æfingar og deila niðurstöðum af samvinnu okkar og sköpuðust við það líflegar umræður 

4. Menntaverkefni í Kólumbíu. Rædd var möguleg framkvæmd. Ákveðið að senda bréf á hópinn þar sem tilgreint væri tímabil sem konur gætu lagt inn á reikning Eta merkt söfnun, ótilgreind upphæð en hægt væri að miða við léttvínsflösku eða bíóferð. Heildarupphæð yrði svo afhent til verkefnisstjóra að loknu því tímabili.  

2. Verkefni innan lands. Minnugar þess að Etadeild hratt af stað í samstarfi við Rauða krossinn og Borgarbókasafn, heimanámsstuðningi fyrir börn innflytjenda, voru umræður um möguleika á einhverju slíku sjálfboðnu verkefni t.d. stuðningi við unga og nýútskrifaða kennara. Í Etahópi eru konur með mikla reynslu á öllum skólastigum, frá leikskóla og upp í háskóla, úr hinum ýmsu störfum sem þar er að finna. Útfærsla og frekari umræða bíða haustsins en hugmyndin fær að gerjast í hugum kvenna þangað til.  

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 20:30. Fundarritarar Bryndís og Magnea


Síðast uppfært 04. okt 2017