3. fundur

Síðasti fundur haustsins í ETA-deild var haldin mánudaginn 9. desember í Hannesarholti.

Það var hópur 2 sem sá um þann fund og voru mættar 21 ETA-systir.

Fundur hófst með venjulegum fundarstörfum og síðan var fyrirlesari kvöldsins kynntur, Margrét Hallgrímsdóttir.

Hún er menntuð í fornleifafræði frá Stokkhólmsháskóla og sagnfræði og opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Fyrirlestur Margrétar nefndist: Samfélagslegt hlutverk safna. Ný viðmið í sagnastarfi 21. aldarinnar. Fyrirlestur Margrétar var fjölþættur og skemmtilegar. Hún rakti m.a. sögu Þjóðminjasafns Íslands sem var stofnað 1876, hét upphaflega Forngripasafnið en síðar Þjóðminjasafn Íslands. Stofnun þess var stórt skref í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Við stofnun lýðveldisins 1944 var ákveðið að byggja yfir safnið við Suðurgötu við hlið Háskóla Íslands og var það húsnæði tekið í notkun 1950. Safnið varð Háskólastofnun árið 2013. Meginhlutverk Þjóðminjasafnsins er að stuðla sem best að varðveislu íslenskra menningarminja og miðla sögu þjóðarinnar m.a. með því að móta stefnu um söfnun, skráningu, rannsóknir og miðlun menningar og þjóðminja. Ennfremur fjallaði Margrét um fjölbreytt sýningarhald og safnfræðslu. Varðveislu- og rannsóknarmiðstöð var vígð 5. desember.

Að loknum fyrirlestri voru umræður og fyrirspurnir.

Að lokinni góðri máltíð fjallaði Sigríður Heiða fundarsjóri um PISA könnunina. Frammistaða nemenda á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norurlöndum. Ástæður þessa taldi hún vera nokkrar en lagði áherslu á að það ætti að vera samfélagslegt verkefni að bæta úr þessu. Við þurfum að láta í okkur heyra og ekki tala niðurstöður niður. Því næst var fjöldasöngur við undirleik Eyrúnar Ísfoldar Gísladóttur.


Síðast uppfært 28. maí 2020