1. fundur (2009–2010)

Fundur haldinn í Verzlunarskóla Íslands 21. september

1. Fundur var settur 21. september 2009 í Verzlunarskóla Íslands, klukkan 18:30 með því að kveikt var á kertum tileinkuðum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

2. Bryndís Sigurjónsdóttir flutti okkur orð til umhugsunar. Efnið var  Áhrifamáttur kennarastarfsins hvenær kennarinn virkilegar er að hafa áhrif. (Maður veit aldrei hvenær maður er virkilega að hafa áhrif.)

3. Almenn fundarstörf

a. Þema fundarins var Að efla innbyrðis tengsl okkar

b. Hrós var veitt til
Sifjar Vígþórsdóttur fyrir Menntaverðlaunin
Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur, nýskipaða skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti
Bryndísar Sigurjónsdóttur, endurskipaðs skólameistara Borgarholtsskóla

c. Upplýsingar frá framkvæmdaráðsþingi sem haldið var í Hafnarfirði 22. ágúst  (sjá vefsíðu: http://dkg.muna.is/is/moya/page/framkvaemdaaaetlun_landssamban). Sagt var frá nýrri framkvæmdastjórn, handbók og að fréttabréfið muni héðan í frá vera í rafrænu formi. Sagt var frá nýrri Evrópusíðu, alþjóðlegum ráðstefnum á árinu 2010, vegsemd Sigrúnar Klöru Hannesdóttur og ferð Eyrúnar Ísfoldar sem fulltrúa okkar á landssambandsþingið að Hallormsstað.

d. Á landssambandsfundinum 22. ágúst 2009 sögðu formaður og varaformaður Eta-deildar frá þemum Eta deildar sem eru tvö: Nærsamfélagið, aðstoð við heimanám erlendra nemenda og Innra starfið: virk þátttaka félaga í stjórnun og starfi deildarinnar. Einnig var eftirfarandi spurningum landssambandsstjórnar svarað, en svörin endurspeglast í þeim þemum sem deildin starfar eftir. Skiluðu formaður og varaformaður plaggi til landssambandsins þar sem reifuð voru svör við eftirfarandi spurningurm sem sendar voru til fundarmanna fyrir fundinn.

i. Hvernig er hægt að efla starf í deildum og milli deilda?
ii. Eigum við að styrkja málefni í nærsamfélaginu?
iii. Hvernig nýtum við vefinn betur?
iv. Eigum við að gera okkur sýnilegri?
v. Eigum við að efla tengsl okkar við alþjóðasamfélagið?

Sýndu konur í öðrum deildum mikinn áhuga á skipulagi starfsins í Eta deild og hvernig breytt skipulag eflir starfið í deildinni og þátttöku deildarsystra.

e. Rædd voru fjármál deildarinnar í ljósi samþykktar landssambandsþings og samþykkt tillaga stjórnar um að hækka deildargjöldin upp í 9000 krónur á ári. Af því fara 7.500 krónur til landssambandsins og þar af því sem nemur $40 til alþjóðasamtakanna.

4. Inntaka nýs félaga: Tatyana Kirilova Dimitrova, leikskólastjóra á Bergi á Kjalarnesi. Inntökuathöfn stýrðu Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, formaður og Bryndís Sigurjónsdóttir, varaformaður.

5. Þátttaka félaga í undirbúningi funda skilaði góðum árangri og almennri ánægju starfsárið 2008 – 2009 í kjölfar stefnumótunar. Stjórn Eta-deildar ákvað að auka ábyrgð hópa á starfi deildarinnar starfsárið 2009 – 2010. Auk þess að skipuleggja og hafa alla umsjón með einum fundi út frá einu markmiði deildarinnar fellur það í hlut hópanna að kynna deildina fyrir öðrum konum (án skuldbindingar) og að velja úr sínum hópi eina konu til setu í stjórn næsta kjörtímabil.

6. Dagskrá vetrarins var ákveðin og samþykkt:

a. Mánudagur 21. september 2009
b. Fimmtudagur 29. október
c. Fimmtudagur 3. desember
d. Miðvikudagur 3. febrúar 2010
e. Þriðjudagur 9. mars
f. Mánudagur 19. apríl – aðalfundur  

7. Að loknum kvöldverði sem Valgerður Reynisdóttir, matmóðir Verslunarskólakennara útbjó af stakri snilld hófst undirbúningur vetrarstarfsins.
a. Skipað var í starfshópa. Konur drógu sig í hópa, hver hópur dró markmið eða sérverkefni.
b. Starfshópar gera drög að grófri áætlun; hverjir eru í nefndinni, hver er í forsvari fyrir hana, fyrstu hugmyndir að dagskrá.

8. Umræður

9. Samantekt og fundi slitið.

 


Síðast uppfært 14. maí 2017