1. fundur

Fundur í Eta-deild 4. október 2011 – 1. fundur vetrarins haldinn á Grand hóteli og stóð frá 18 – 20. 
 
Efni fundarins: Skipulag vetrarins; heimsókn á Akranes; boð um sameiginlegan jólafund; afmælisár Eta-deildar á næsta ári; áhugaverðir fyrirlestrar á haustmánuðum.
 
Stjórn Eta-deildar skipulagði fundinn. Í henni eru: Auður Torfadóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Kristín Steinarsdóttir (fjarverandi), Ólöf Helga Þór og Þórunn Blöndal.  
 
Mættar voru: Auður, Brynhildur, Gerður, Guðlaug, Guðrún Geirsd., Jóhanna Einarsd., Kirsten, Kristín Ólafs, Magnea, Ólöf Helga, Stefanía, Þórunn (12 Eta-konur).
 
Gestur:  Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, námsráðgjafi í FB.
 
Dagskrá:
 
  1. Auður formaður kveikti á kertunum þremur, setti fundinn og bauð fólk velkomið, Eta-systur og gest þeirra. 
  2. Orð til umhugsunar. Jóhanna Einarsdóttir sagði frá því hvernig málleysi á fyrstu árum Þýskalandsdvalar kveikti áhuga hennar á því sem hún starfar nú við og rannsakar, þ.e. á tal- og málmeinum. Tilefni þess að Jóhanna rifjaði þetta upp með Eta-systrum var það að nú í haust eru 30 ár síðan hún flutti utan með fjölskyldunni. Svona getur ólíklegasta lífsreynsla ákvarðað ævistarf fólks.
  3. Tilkynningar. Auður formaður sagði fréttir af starfi Delta Kappa Gamma. Kjörinn hefur verið nýr forseti landsamtakanna, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, varaforseti kemur úr röðum Eta-systra, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Eta-konur sitja í nefndum. Eta-konur voru hvattar til að láta meira að sér kveða í alþjóðastarfi. Sex íslenskar konur sitja nú í nefndum með konum víðsvegar að úr heiminum. Þá voru konur hvattar til að skrifa í tímarit samtakanna en nú birtast þar fræðilegar greinar sem gefa rannsóknarstig og þau nýtast þeim sem vinna innan slíkra kerfa. Þá var tilkynnt um að boð hefði verið þegið frá Delta-deild á Akranesi um að heimsækja þær í nóvember. Þá hefur Alfa-deild stungið upp á sameiginlegum jólahádegisverði þessara tveggja deilda í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 3. desember nk. Fundarkonur samþykktu það einróma. Auður sagði líka frá því að stjórn Eta-deildar hefði ákveðið að nýta tvo fundi vetrarins til að ræða um grunnþætti nýrrar námskrár – grunnþættirnir eru sex en til umræðu yrðu aðeins fáeinir sem Eta-systur veldu sjálfar. Grunnþættirnir fela í sér stór gildi sem alla varðar og efnið því brýnt. 
  4. Matur: Á borðum var grænmetissúpa og brauð. Kaffi og konfekt á eftir.
  5. Umræður:  Auður formaður lagði til að konur skipuðu sér niður í hópa og ræddu einn af fjölmörgum áhugaverðum fyrirlestrum um mennta- og menningarmál sem boðið hefur verið upp á nú á haustmánuðum. Vísast hafa þó umræðurnar farið talsvert út fyrir það umræðuefni og ekki óeðlilegt þegar tekið er tillit til þess hversu langt er síðan þessi hópur hefur hist og spjallað. 
  6. Fundarslit voru um kl. 8.
 
Fundargerð: Þórunn Blöndal
 

Síðast uppfært 14. maí 2017