4. fundur - sögufundur (hópur 3)

4. fundur var haldinn miðvikudaginn 6. febrúar  2019  kl 18:00 – 20:30

á Sögusafninu, Grandagarði 2.

Hópur 3 sá um fundinn, þær Anna Magnea, Eyrún Ísfold, Ingibjörg María, Kristín Helga, Sigríður Heiða, Tanya.

Mættar voru: Bryndís Sigurjónsd., Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Ásta Lárusdóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Magnea Ingólfsdóttir, Stefanía V. Stefánsdóttir, Sigríður Heiða Bragadóttir, Ingibjörg M. Möller, Auður Ögmundsdóttir, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir, Anna Sigríður Pétursdóttir, Auður Torfadóttir, Ingibjörg Símonardóttir,  Kristín Helga Guðmundsdóttir, Bergþóra Gísladóttir, Bryndís  Guðmundsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Björg  Kristjánsdóttir. Gestur fundarins var Hulda Karen Daníelsdóttir.

  1. Heimsókn á Sögusafnið.

Ágústa Hreinsdóttir sem rekur Sögusafnið ásamt eiginmanni sínum, Ernst Backmann, bauð hópinn velkominn. Í þessu  fjölbreytilega safni rifjuðu fundarkonur upp  Íslandssöguna á skemmtilegan hátt. Í safninu er rakin saga íslensku þjóðarinnar frá upphafi landnáms og að siðaskiptum. Sýningin samanstendur af tæplega 20 sviðsmyndum í samtímahíbýlum viðkomandi atburða. Aðalhöfundur sýningarinnar er Ernst Backmann. Gestir voru leiddir í gegnum atburði í sögu okkar með hljóðleiðsögn þar sem eftirmyndir af sögufrægum persónum tóku á móti þeim. Að lokinni þessari yfirferð spjallaði Ágústa um safnið og svaraði spurningum. Einnig sýndi hún myndband sem lýsir öllu ferli við gerð á leikmyndum og styttum. Safnið var fyrst sett á fót í Perlunni  árið 2002 en var flutt  í núverandi húsnæði árið 2014. Erlendir gestir eru um 98 %  safngesta.

Í  lok heimsóknar var Ágústu færð rauð rós og þakkaði fundarstjóri, Sigríður Heiða Bragadóttir, henni fyrir móttökurnar og fróðlega samverustund.

  1. Fundarsetning, skilaboð formanns

Farið var á veitingastaðinn Matur og  drykkur sem er í sama húsi og safnið. Þar setti formaður, Björg Kristjánsdóttir fundinn og kveikti á kertum  vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Það er verið að safna andlitsmyndum af félagskonum fyrir heimasíðu og hvatti Björg þær til að senda myndir til Ragnhildar Konráðsdóttur. Einnig bað hún fundarkonur að íhuga hvort einhverjar vilji bjóða sig fram í stjórn Landssambandsins.

  1. Orð til umhugsunar

Ingibjörg M. Möller sagði frá þremur skáldum og las eftirtalin ljóð eftir þau:

Ljóðið Breyttir tímar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson ( Segðu mér og segðu... útg. 2009 ).

Ljóðin Strákarnir sjö og  Innbrotsþjófurinn eftir Elísabetu Jökulsd. ( Galdrabók Ellu Stínu, útg. 1998 ).

Ljóðin Kápur og  Hugarhiminn eftir Ólaf Ragnarsson ( Agnarsmá brot úr eilífð, útg. 2008 ).

  1. Sameiginlegur kvöldverður

Þessu næst var matur á borð borinn. Margt var skrafað og skeggrætt og almenn ánægja með heimsóknina í Sögusafnið.

Fundi var slitið um kl. 20:30.

Ingibjörg M. Möller skráði fundargerð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

4. fundur í ETA deild var haldinn miðvikudaginn 6. febrúar  2019  kl 18:00 – 20:30 á Sögusafninu, Grandagarði 2.

Hópur 3 sá um fundinn, þær Anna Magnea, Eyrún Ísfold, Ingibjörg María, Kristín Helga, Sigríður Heiða, Tanya.

Mættar voru: Bryndís Sigurjónsd., Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Ásta Lárusdóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Magnea Ingólfsdóttir, Stefanía V. Stefánsdóttir, Sigríður Heiða Bragadóttir, Ingibjörg M. Möller, Auður Ögmundsdóttir, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir, Anna Sigríður Pétursdóttir, Auður Torfadóttir, Ingibjörg Símonardóttir,  Kristín Helga Guðmundsdóttir, Bergþóra Gísladóttir, Bryndís  Guðmundsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Björg  Kristjánsdóttir. Gestur fundarins var Hulda Karen Daníelsdóttir.

  1. Heimsókn á Sögusafnið.

Ágústa Hreinsdóttir sem rekur Sögusafnið ásamt eiginmanni sínum, Ernst Backmann, bauð hópinn velkominn. Í þessu  fjölbreytilega safni rifjuðu fundarkonur upp  Íslandssöguna á skemmtilegan hátt. Í safninu er rakin saga íslensku þjóðarinnar frá upphafi landnáms og að siðaskiptum. Sýningin samanstendur af tæplega 20 sviðsmyndum í samtímahíbýlum viðkomandi atburða. Aðalhöfundur sýningarinnar er Ernst Backmann. Gestir voru leiddir í gegnum atburði í sögu okkar með hljóðleiðsögn þar sem eftirmyndir af sögufrægum persónum tóku á móti þeim. Að lokinni þessari yfirferð spjallaði Ágústa um safnið og svaraði spurningum. Einnig sýndi hún myndband sem lýsir öllu ferli við gerð á leikmyndum og styttum. Safnið var fyrst sett á fót í Perlunni  árið 2002 en var flutt  í núverandi húsnæði árið 2014. Erlendir gestir eru um 98 %  safngesta.

Í  lok heimsóknar var Ágústu færð rauð rós og þakkaði fundarstjóri, Sigríður Heiða Bragadóttir, henni fyrir móttökurnar og fróðlega samverustund.

  1. Fundarsetning, skilaboð formanns

Farið var á veitingastaðinn Matur og  drykkur sem er í sama húsi og safnið. Þar setti formaður, Björg Kristjánsdóttir fundinn og kveikti á kertum  vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Það er verið að safna andlitsmyndum af félagskonum fyrir heimasíðu og hvatti Björg þær til að senda myndir til Ragnhildar Konráðsdóttur. Einnig bað hún fundarkonur að íhuga hvort einhverjar vilji bjóða sig fram í stjórn Landssambandsins.

  1. Orð til umhugsunar

Ingibjörg M. Möller sagði frá þremur skáldum og las eftirtalin ljóð eftir þau:

Ljóðið Breyttir tímar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson ( Segðu mér og segðu... útg. 2009 ).

Ljóðin Strákarnir sjö og  Innbrotsþjófurinn eftir Elísabetu Jökulsd. ( Galdrabók Ellu Stínu, útg. 1998 ).

Ljóðin Kápur og  Hugarhiminn eftir Ólaf Ragnarsson ( Agnarsmá brot úr eilífð, útg. 2008 ).

  1. Sameiginlegur kvöldverður

Þessu næst var matur á borð borinn. Margt var skrafað og skeggrætt og almenn ánægja með heimsóknina í Sögusafnið.

Fundi var slitið um kl. 20:30.

Ingibjörg M. Möller skráði fundargerð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Síðast uppfært 18. feb 2019