3. fundur

Þriðji fundur ETA deildar starfsárið 2010-2011 var jólafundurinn sem haldinn var 13.
desember 2010 í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi.

Fundurinn var skipulagður af hópi 2, en í honum eru: Bryndís Guðmundsdóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Margrét Friðriksdóttir

Mættar voru: Anna Magnea, Auður, Bryndís S., Brynhildur, Eyrún, Guðbjörg, Guðrún Hrefna, Ingibjörg, Jóhanna, Kristín Ó., Kristín St., Margrét, Ólöf, Ósa, Sophie, Stefanía, Þórunn
Gestir: Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir og Iðunn Steinsdóttir

Formaður setti fund, kveikti á kertum og bauð fundarkonur velkomnar og síðan tók
Margrét Friðriksdóttir við fundarstjórn.

Ingibjörg Símonardóttir flutti orð til umhugsunar og bar saman jól fyrr og nú. Hún vitnaði í grein eftir Sveinbjörn A. Baldvinsson sem bar heitið Besta gjöfin þar sem niðurstaðan er sú að besta jólagjöfin sé lífið sjálft.

Iðunn Steinsdóttir rithöfundur las upp úr bók sinni Ljósu og greindi frá ýmsu varðandi tilurð bókarinnar. Fundarkonur voru mjög snortnar af frásögninni og spunnust umræður í kjölfar upplestursins.

Gómsætur jólamaturinn var útbúinn og framreiddur af matreiðslumeisturum Menntaskólans í Kópavogi: sérvalið hangikjöt með öllu tilheyrandi og ris a lá mande á eftir.

Sungnir voru jólasöngvar og fundarkonur undu sér við spjall þar til fundi var slitið.

 


Síðast uppfært 01. jan 1970