4. fundur

4. fundur Eta-deildar veturinn 2012 til 2013

Fundur í Eta deild haldinn þann 4. febrúar 2013 í Skipholti 37. 17 konur mættu á fundinn. Þessar mættu: Anna Sigríður, Auður, Ágústa, Bryndís G., Brynhildur, Guðbjörg, Guðrún G., Guðrún Hrefna, Hafdís, Ingibjörg, Kirsten, Kristín Ágústa, Ólöf, Ósa, Sophie, Stefanía, Þórunn.

Um fundinn sáu:  Brynhildur Guðbjörg, Hafdís, Kristín Ágústa, Ósa og Stefanía.

Dagskrá fundarins:
1. Orð til umhugsunar: Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
2. Pikknikk á miðvetri
3. Dans í gegnum lífið í orði og verki: Guðbjörg Arnardóttir

Fundur hófst  kl: 17:20 með því  Auður Torfadóttir kveikti á kertum, setti fundinn og bauð fundarkonur velkomnar. Hún greindi frá því, og vísaði í tölvupóst sem við fengum 31. 1., að veglegir styrkir stæðu félagskonum til boða. Hún  sagði að styrkirnir  væru til fjölbreyttra verkefna og hvatti okkur til að skoða hvað væri í boði í þeim efnum. Sömuleiðis sagði hún okkur frá Landssambandsþingi  4. – 5. maí á Hótel Heklu og Evrópuþingi sem verður í Amsterdam 8. – 10. ágúst.

Ósa Knútsdóttir stýrði fundi.
Guðgjörg Vilhjálmsdóttir  flutti “orð til umhugsunar”. Hún fjallaði á mjög áhugaverðan hátt um ævistarf Isadoru Duncan sem dansara og stiklaði á stóru í lífshlaupi hennar. Þessi umfjöllun var frábær tenging við erindi kvöldsins  - Dans gegnum lífið. 

Næst fengu fundargestir sér að borða samlokur.
Guðbjörg Arnardóttir, danskennari , var gesture fundarins. Hún byrjaði á því að kenna okkur vikivaka, en í framhaldi af því fræddi hún okkur um danslistina og mismunandi tegundir af dansi.  Dansinn er gleðigjafi og það eflir huga fólks og léttir lundina að gera eitthvað skemmtilegt. Líkaminn er tjáningartæki dansara og dans er alheims tungumál án orða. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að börn lærðu dans  og að tjá sig í dansi enda væri líkamstjáning börnum eðlislæg.  Guðbjörg gaf út bókina Dansgleði fyrir jólin. Þar er farið yfir helstu tegundir dansa og bókin er tengd vefsíðunni  dansgledi.is. Þar má sjá kennslu á sjónrænan hátt. Eftir fræðslu um dansinn gaf hún okkur innsýn í “lancier” og  skapandi dans með því að taka smá æfingu með okkur.

Fundi slitið laust eftir kl:20:00
Hafdís Sigurgeirsdóttir

Síðast uppfært 15. feb 2013