5. fundur

Fundur í Eta - deild haldinn í Norðlingaskóla 10. mars 2010, kl. 18-21.


1. Brynhildur formaður setti fundinn og kveikti á kertum. Að þessu sinni voru sjö konur úr Gammadeild gestir fundarins og bauð Brynhildur þær sérstaklega velkomnar og kynntu þær sig. Sérstakur gestur fundarins var Ingibjörg Jónasdóttir forseti Landssambands Delta Kappa Gamma á Íslandi. Mættar voru 14 konur úr Etadeild.
Brynhildur þakkaði Sif Vígþórsdóttur skólastjóra Norðlingaskóla fyrir að taka á móti okkur og gat þess að skólastarfið í Norðlingaskóla hefði fengið Menntaverðlaunin og viðurkenningu Geðhjálpar.

Að því loknu fól Brynhildur, Kristínu Á. Ólafsdóttur fundarstjórn.
Að loknu nafnakalli  fór Kristín yfir dagskrá fundarins og kynnti svo dagskrárliði einn af öðrum.

2. Orð til umhugsunar voru í höndum Sophie Kofoed Hansen en hún las fyrir okkur ljóð eftir Ólaf Ragnarsson.

3. Fundarmenn gæddu sér á góðri skólastjórasúpu, sem er ljúffeng kjúklinga súpa, raunar  einnig grænmetissúpa og laukssúpa, ásamt konfekti og kaffi í eftirrétt. Uppskriftinni að skólastjórasúpunni var svo dreift til fundarmanna.

4. Fyrirlesari kvöldsins var Þuríður J. Jóhannsdóttir sem sagði okkur frá doktorsrannsókn sinni og bar erindið yfirskriftina Frávik frá því venjulega. Mótsetningar sem uppspretta breytinga í kennaramenntun. Eins og titill erindisins ber með sér fjallaði það um þær breytingar sem eru sífellt að verða í skólastarfi, ekki síst vegna þeirra menntunar sem kennarar á vettvangi eru að afla sér, annað hvort grunn- eða framhaldsmenntunnar og  hvaða tæki eru tiltæk til að greina þessar breytingar þannig að þær geti orðið til þróunar en ekki til stöðnunar. Kynnti hún þar m.a.a tilsögunnar kenningu Engeström um expansive learning theory eða víðfemt nám, sem tekur á því hvernig skólar geta vaxið af glímunni við sífelldar utanaðkomandi (og innri)  breytingar. Var gerður góður rómur að máli Þuríðar og því að hún varpar með aðferðum sínum ljósi á samspil fræða og framkvæmdar. Fundarmenn spurðu margar spurningar og spunnust góðar umræður.

5. Ingibjörg Jónasdóttir forseti Landssambands Delta Kappa Gamma ávarpaði fundinn og var með nokkrar tilkynningar til fundarmanna:
• um gönguhóp Delta Kappa Gamma
• Vorþingið verður haldið í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, laugardaginn 17. apríl, kl. 10. Óskað er eftir góðri mætingu Eta deild. Yfirskrift þingsins er Góðir hlutir gerast Skráningu fer fram á vefsíðu DKG
• Leiðtoganámskeið — Key issues of leadership sem verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni daginn fyrir vorþingið.
• Einnig vakti hún athygli á kynningu á alþjóðanefndum sem fram fer í í Þjóðarbókhlöðunni þriðjudaginn 16.mars kl. 17.  Allar sem hafa áhuga á að taka þátt í nefndarstörfum núna eða í framtíðinni er bent á að nota þetta tækifæri og kynnast þessum málaflokki.
6. Önnur mál
Fundargerð ritaði Guðbjörg Vilhjálmsdóttir


Síðast uppfært 15. mar 2010