1. fundur

Félagsfundur í Eta deild Delta Kappa Gamma 29.10. 2008  í Verslunarskóla Íslands.

 

Brynhildur Ragnarsdóttir, nýr formaður deildarinnar, setti fund og kveikti á kertum.

Félagsmenn kynntu sig í upphafi fundar.

Orð til umhugsunar var í höndum Auðar Torfadóttur. Hún talaði um að þrengingar í samfélaginu í dag gætu verið sóknarfæri fyrir menntastofnanir, þegar einhverjir gluggar lokast opnast aðrir.  Síðan las hún upp ljóðið Skeljar eftir Hannes Pétursson.  Boðskapur þess er að njóta augnabliksins.

Að því loknu hélt Guðni Olgeirsson, sérfræðingur frá Menntamálaráðuneytinu, erindi sem hann kallaði:  Ný skólalöggjöf 2008.  Hvaða gildi hefur hún, helstu breytingar og tálmanir henni samfara.

Vakti hann athygli m.a. á að horft sé á skólakerfið í heild sinni, áhersla  er á að nemandinn sé ætið í fyrirrúmi, aukið lýðræði, dreifstýring, áhersla á að gera bóknámi og verknámi jafn hátt undir höfði og aukið eftirlit með framkvæmd. (Sjá glærur. ) Að erindi loknu voru líflegar umræður um nýju lögin.

Að lokum  fór formaður yfir helstu markmið deildarinnar og skipti félagsmönnum í hópa  þar sem hver hópur fékk það að verkefni að skipuleggja einn fund þar sem gengið væri út frá einu af markmiðunum sem Eta deild hefur ákveðið að vinna að.

Fundi slitið kl. 21.30

 

 


Síðast uppfært 27. jan 2010