1. fundur Etadeildar starfsárið 2012–2013

1. fundur Etadeildar starfsárið 2012–2013
 
Fyrsti fundur Etadeildar starfsárið 2012-2013 var haldinn á veitingastaðnum Caruso miðvikudaginn 10. október 2012 kl. 18:00-20:00.
 
Mættar: Anna Magnea, Auður, Ágústa, Bryndís G., Gerður, Guðrún Hrefna, Ingibjörg, Kirsten, Kristín Helga, Kristín Ó., Ólöf, Ósa, Stefanía. Auk þess sat fundinn Anna Sigríður Pétursdóttir, gestur Ingibjargar.
 
Formaður setti fund.
 
Bryndís Guðmundsdóttir flutti orð til umhugsunar. Hún gerði að umtalsefni veru sína í samtökunum, ýmsar spurningar og efasemdir sem hefðu af og til vaknað og þann ávinning sem við getum haft af þátttöku, sem er m.a. vinátta, efling fagvitundar, kynni og samskipti við konur af ólíkum skólastigum, aukin þekking og víðsýni.
 
Auður formaður greindi frá verkaskiptingu stjórnar og ýmsum hugmyndum sem hefðu komið fram á stjórnarfundi. Þar má nefna hugmyndir um mismunandi fundartíma og fundastaði, einnig meiri fjölbreytni þegar kemur að veitingum. Áfram verður haldið með skiptingu í hópa og verða fjórir næstu fundir skipulagðir af þeim. Stjórnin ákvað að hafa ekki neitt ákveðið þema eða viðfangsefni þetta árið. Það þarf að hrista upp í félagsskapnum. Hóparnir fá frjálsar hendur við skipulagningu og efnisval, en þó alltaf með markmið deildarinnar og samtakanna að leiðarljósi. 
 
Formaður sagði frá því sem er að gerast á sviði landssambandsins. Það hefur verið rætt að deildir sameinist um eitthvert verkefni sem leiði til góðs. Margar deildir taka nú þátt í Schools for Africa, þ.á.m. okkar deild. Átta konur úr ýmsum deildum hafa verið útnefndar í stjórnir alþjóðanefnda eða önnur störf á vegum samtakanna. Það hefur verið rætt að deildir settu saman lista yfir konur sem eru tilbúnar að kynna verkefni sín eða starfsemi fyrir öðrum deildum. Á vegum landssambandsins verður áfram starfræktur gönguhópur undir stjórn Margrétar Jónsdóttur íþróttakennara sem er í Alfadeild og verður tilkynning um dagsetningar sett á vefinn. Konur voru hvattar til að far inn á vef landssambandsins reglulega.
 
Ólöf gjaldkeri hrinti úr vör happdrætti sem verður fastur liður á fundum, en þátttaka valfrjáls. Þetta er bæði gert til að lífga upp á félagsskapinn og einnig safnast smávegis af peningum. Enn er ekki búið að ákveða hvernig þeim peningum verður varið. Við munum áfram styrkja Schools for Africa verkefnið, en í stað bauks verður sett inn á reikning deildarinnar.
 
Nú var borinn fram matur og í lok máltíðar kynnti Ingibjörg Símonardóttir nýtt spil sem hún hefur hannað ásamt annarri. Spilið heitir Orðabelgur og er markmiðið að auka orðaforða og skemmta sér yfir orðanotkun og er ætlað aldurshópnum 6-80 ára. Það var mikill áhugi meðal fundarkvenna á spilinu.
 
Að máltíð lokinni stjórnaði Bryndís umræðu um starfið framundan og skiptust fundarkonur í hópa. Lagðar voru fram fimm spurningar: 
  • Hverjar erum við? 
  • Hvert stefnum við? 
  • Hvernig viljum við móta starfið/samtökin?
  • Hverjar eru þarfir félagskvenna? 
  • Hvernig getum við best vaxið og dafnað í DKG?
Það spunnust fjörugar umræður um þessar spurninga og hér eru nokkrir punktar sem fram komu:
Við erum þroskaðar, frjálsar, menntaðar, umhugað um menntun og framgang ungmenna. 
Við stefnum að auðugu lífi, að gera okkur gildandi, hafa áhrif, miðla reynslu og fá aðra til að hlusta, auka víðsýni með samveru, hafa gaman saman. 
Fundirnir eru kjarninn í starfi Eta deildar, fróðleikur og notalegheit í bland, við viljum verða sýnilegri – að DKG verði sýnilegri.
 
Við viljum tengsl við áhugaverðar konur sem starfa á líkum vettvangi. 
 
Fundi slitið.
 
Bryndís G

Síðast uppfært 14. maí 2017