5. fundur

5. fundur eta-deildar 10.3.2014 haldinn í Hannesarholti.

Í fjarveru Auðar Torfadóttur setti Ólöf Helga Þór fund kl. 18.00 og bauð fundargesti velkomna. Síðan tók Guðrúnu Hrefna Guðmundsdóttir við fundarstjórn.

Orð til umhugsunar flutti Sophie Kofoed Hansen. Hún talaði út frá Hannesi Hafsteini sem hafði verið einn af frumkvöðlum í skógrækt á Íslandi. Sophie las ljóð Hannesar Hafsein sem hafi verið ort í upphafi skógræktar á Íslandi. Í upphafi var íslenskum þingmönnum boðið til Danmerkur til að kynnast skógrækt og varð sú ferð til þess að afi Sophie, Kofoed Hansen kom til Íslands sem fyrsti skógræktarstjóri ríkisins. Síðan las Sophie tvö erindi úr Aldamótum Hannesar Hafstein.

Erindi fundarins fluttu þær Ingibjörg Símonardóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og fjölluðu um rannsóknir sem þær hafa unnið ásamt Amalíu Björnsdóttur, próffræðingi. Rannsóknin beindist að forspárgildi hljóðkerfis- og hljóðvitundar og almenns málþroska um áhættu á lestrarörðugleikum síðar á ævinni. Rannsóknirnar voru gerðar á úrtaki úr elsta árgangi í leikskóla á árunum 1996-2001. Það ár fengu höfundra styrk frá menntamálaráðuneyti til að fullvinna prófið og bættu þá við nýju úrtaki. Prófið er á leikjaformi og er málþroskaprófið HLJÓM-2 nú lagt fyrir í um 90% leikskóla í landinu. 
Árið 2011 höfðu þær Jóhanna, Amalía og Ingibjörg samband við þátttakendur og leituðu eftir leyfi til að tengja niðurstöður úr HLJÓM-2 við niðurstöður á samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk. Enn er unnið með niðurstöður úr rannsókninni en þær sem fyrir liggja sýna sterk tengsl við ýmsa félagslega þætti. Niðurstöður úr HLJÓM-2 í leikskóla benda til þess að þær geti sagt fyrir um hvaða nemendur eru í áhættu fyrir brottfall úr skóla síðar meir. Tvær greinar um þessar niðurstöður hafa þegar birst í veftímaritinu Netlu.

Að fyrirlestrinum loknum voru umræður. Guðrún Hrefna sagði að deildin hefði lengi leitað að verkefni til að vinna að og stakk upp á deildin ynni að verkefninu „Góður málþroski“. Var því vel tekið og í umræðum kom fram að einnig skipti miklu máli fyrir íslenskunám erlendra nemenda að þeir fengju möguleika á að rækta sitt eigið móðurmál.

Í lokin voru kynntar þrjár nýjar konur sem deildarkonur hafa mælt með að verði boðið í deildina. Ákveðið var að senda þeim bréf og bjóða þeim á fund. 
Áður en fundi var slitið kl. 20.00 voru Ingibjörgu Símonardóttur  og Jóhönnu Einarsdóttur færðar rauðar rósir með þökkum fyrir erindið. 

Mættar á fundi voru:
Brynhildur, Hafdís, Magnea, Guðrún Hrefna, Jóhanna, Guðrún Geirs, Kristín Vilhjálms, Ragnheiður, Ágústa, Ingibjörg, Ólöf Helga, Tanja, Ósa, Sophie, Kirsten og gestirnir María Hildiþórsdóttir, Kristín R. Vilhjálmsdóttir.

Fundargerð ritaði Kirsten Friðriksdóttir



Síðast uppfært 07. maí 2014