4. fundur

Fundur í Etadeild fimmtudaginn 26. janúar í Hannesarholti kl. 18:30–20:00

Fundur var haldinn í Hannesarholti 26. janúar, honum stýrði Guðrún Hrefna og Sigríður Heiða var fundaritari.

Mættar: Anna Magnea, Auður T, Auður Elín, Ágústa Unnur, Bryndís G, Eyrún, Guðrún Hrefna, Ingibjörg Möller, Ingibjörg S, Magnea, Ragnheiður Jóna, Sigríður Heiða, Stefanía Valdís auk tveggja gesta þeirra Guðnýjar Kristínar Erlingsdóttur og Margrétar Lindu Ásgrímsdóttur.

Dagskrá
Gestir voru boðnir velkomnir með harmónikuleik, Eyrún Ísfold og Guðný Kristín töfruðu fram tóna dragspilsins.

Guðrún Hrefna setti fund, kveikti á kertum og bauð gesti velkomna. Að þessu sinni var þema fundarins efling innbyrðis tengsla.

Orð til umhugsunar voru með tónlistarívafi en Eyrún Ísfold og Guðný Kristín spiluðu fyrir gesti á meðan Etasystur gæddu sér á góðri fiskisúpu og áttu gott spjall. Eyrún lagði út frá samspili texta og tóna, hvernig hvort um sig hefði áhrif, saman og eitt og sér.

Að lokinni dagskrá gátu Etasystur farið niður í Hljóðberg, salinn fallega í Hannesarholti, og hlustað á Einar Kárason segja sögur af munni fram.

Undirbúningshópur:
Guðrún Hrefna, Eyrúnu Ísfold, Ólöf Helga, Ragnhildur og Sigríður Heiða.


Síðast uppfært 14. maí 2017