3. fundur - jólafundur (2017)

Jólafundur Etadeildar 2016

Jólafundur Etadeildar var haldinn í byrjun aðventu, mánudaginn 28. nóvember kl. 18:30 á heimili Auðar Torfadóttur.

Mættar voru: Anna Magnea, Anna Sigríður, Auður T., Auður Ö., Ágústa, Björg, Bryndís G., Bryndís S., Brynhildur, Eyrún, Guðbjörg, Guðrún Hrefna, Hafdís, Ingibjörg M., Ingibjörg S., Kristín Helga, Kristín Ó., Magnea, Ólöf, Ragnheiður, Sigríður Heiða, Stefanía, Þórunn.

Undirbúningshóp skipuðu: Auður T., Ágústa, Björg, Bryndís S. og Brynhildur.

Gestir fundarins: Sigríður Halldórsdóttir og Vigdís Grímsdóttir.

Formaður setti fund, bauð fundarkonur og gesti velkomna og kveikti á kertum.

Björg kynnti gestina og fundarkonur kynntu sig.

Vigdís las upp úr bókinni Elsku Drauma mín og síðan sátu þær stöllur fyrir svörum. Margs konar spurningar voru bornar fram og Vigdís og Sigríður svöruðu á sinn skemmtilega hátt. Við urðum margs fróðari og fengum innsýn í lífið á Gljúfrasteini. Þetta var hin ánægjulegasta stund.

Að þessu loknu gæddu fundargestir sér á veitingum; gómsætum snittum, konfekti, víni og gosdrykkjum. Þá gafst góður tími til að spjalla og njóta samverunnar.

Fundi var slitið kl. 21:00

Auður T. 


Síðast uppfært 04. okt 2017