Fyrsti fundur ETA-deildar verður haldinn fimmtudaginn 4. október.

Farið verður í Seðlabankann við Sölvhól að ofanverðu. Mæting kl. 18:00.
Stefán Jóhann Stefánsson kynningarstjóri Seðlabankans tekur á móti okkur og segir okkur frá starfsemi bankans. Einnig fáum við að skoða myntsafn bankans.

Eftir kynningu Stefáns kl. 19:00 förum við á veitingastaðinn SUMAC á Laugavegi 28 í kvöldverð og spjall.
Við höfum ekki tök á að vera með venjuleg fundarstörf sem eru að kveikja á kertunum og vera með orð til umhugsunar en ákváðum samt að taka þessu tilboði.

Vinsamlegast látið vita sem allra fyrst hverjar muni mæta.
Með kærri kveðju
f.h. stjórnar
Björg Kristjánsdóttir formaður

 

Matseðillinn verður eftirfarandi :

Grillað flatbrauð za ́atar
Hummus + möndlu papríkukrem

Bakað blómkál
Granatepli + möndlur
+ kúmen jógúrtsósa


Grilluð kjúklingalæri
Döðlu vinaigrette + bygg
+ kryddaðar möndlur

Verð 3990 kr