Vetrarstarfið 2014–2015

1. fundur - Hönnunarsafnið í Garðabæ var heimsótt miðvikudaginn 24. september kl. 17.30. Harpa Þórsdóttir tók á móti Gamma-konum. Léttur kvöldverður var snæddur í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garðasóknar.

2. fundur - Kvennskólinn í Reykjavík var heimsóttur mánudaginn 13. október kl. 19.30. Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari tók á móti konunum. Hún sagði frá sögu skólans og eftir kaffi sagði hún frá vinnu við að taka upp nýja námskrá fyrir framhaldsskóla þar sem gert er ráð fyrir að námstími til stúdentsprófs sé þrjú ár.

3. fundur - Vátryggingarfélag Íslands - VÍS heimsótt þriðjudaginn 11. nóvember kl. 17.30. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri tók á móti Gammakonum.

4. fundur - Var haldinn að heimili Bjarkar Einisdóttur í Mosfellsbæ mánudaginn 8. desember kl. 19.30. Yrsa Sigurðardóttir kom í heimsókn.

5. fundur - var haldinn mánudaginn 19. janúar kl. 17.30–20.00. Gammakonur heimsóttu Aðalheiði Héðinsdóttur í Kruðiríi Kaffitárs að Nýbýlavegi 12 í Kópavogi. Aðalheiður sagði frá sjálfri sér og fyrirtækinu sem hún hefur byggt upp en hún er menntaður leikskólakennari. Gerður Óskarsdóttir og Kristín Jónsdóttir lektor kynntu bókina Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. Báðar í hópi höfunda og Gerður er ritstjóri. Fundarkonur borðuðu saman súpu, brauð og fleira góðgæti. 

6. fundur - Miðvikudaginn 18. febrúar kl. 19.30–22.00 fræddi Ólafur Proppé konurnar um menntunarhlutverk skátahreyfingarinnar í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Skátahreyfingin er aldargömul hreyfing sem er í sífelldri viðleitni að laga sig að straumum tímans og höfða til ungmenna. Stjórnin bakaði vöfflur á staðnum. Bryndís Steinþórsdóttir flutti orð til umhugsunar.

7. fundur - Fimmtudaginn 19. mars kl. 17.30–20.00 kynnti Soffía Sveinsdóttir Gamma-systir IB-námið, International Baccalaureate, í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sjá http://www.mh.is/ib. Skólinn bauð upp á smurt brauð og kaffi. Kristín Jónsdóttir flutti orð til umhugsunar.

8. fundur - Á vorfundinum 27. maí Hespuhúsið í Andakíl heimsótt og endað með samveru í bústað formanns í landi Arnarholts í fyrrum Stafholtstungum.


Síðast uppfært 12. maí 2017