Starfið 2009–2010

Meginþemu: Starfendarannsóknir, alþjóðastarf DKG
1. fundur, fimmtudagur 10. september, kl. 16:30  

Haustfundur í Hönnunarsafni Íslands, Lyngási 7-9 í Garðabæ
og síðan farið á kaffihús í Kópavoginum.

 2. fundur, miðvikudagur 14. október

Dr. Hafdís Ingvarsdóttir fjallar um starfendarannsóknir.               
Fundurinn er haldinn á Menntasviði HÍ í Stakkahlíð 

  3. fundur, þriðjudagur 10. nóvember

Sigrún Klara Hannesdóttir kemur í heimsókn og fræðir okkur um alþjóðastarfið.
Fundurinn haldinn hjá Björgu í Pósthúsinu við Brúnaveg

4. fundur, mánudagur 7. desember kl. 20

Jólafundur hjá Ingibjörgu Jónasdóttur, Stapaseli 12.
Inntaka og Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur kemur í heimsókn

5. fundur,  miðvikudagur 27. janúar

Jóhanna Einarsdóttir Gammakona segir frá starfendarannsókn sem fjallar um
tengsl leik- og grunnskóla. Epsilondeildin á Suðurlandi kemur í heimsókn.
Fundurinn er haldinn í stofu 207, Menntavísindasviði Háskóla íslands v/ Stakkahlíð.

6. fundur, fimmtudagur 25. febrúar

Kvennabarátta á Íslandi. Hér er um að ræða spennandi Gammafund þar sem við fáum að heyra um
kvennabaráttu á íslandi frá þremur af okkar konum þeim Kristínu Jónsdóttur, Gerði Óskarsdóttur og
Vilborgu Dagbjartsdóttur. Þær voru í forustusveit Rauðsokkahreyfingarinnar og hlökkum við til að fá
að heyra um þetta tímabil frá þeim stöllum.
Fundurinn er haldinn í Skólagerði 67 í Kópavogi (Hjá Björgu)

7. fundur, þriðjudagur 23. mars

Ein af okkar konum Sigrún Aðalbjarnardóttir mun segja okkur frá rannsóknum sínum.
Þar er af mörgu að taka ......spennandi!
Rauðikross Íslands að Efstaleiti 9 í Reykjavík. Helga Halldórsdóttir tekur á móti okkur.


Vorþing/eiðtoganámskeið 16.-17. apríl
Leiðtoganámskeið í Þjóðarbókhlöðunni og vorþingið í Lágafellsskóla í Mosfellssveit, sjá landssambandsvefinn.

8. fundur Mánudagur 31. maí

Aðalfundur í Kríunesi


Alþjóðaþing 20.-24.júlí Spokane, Washington fylki     


Síðast uppfært 12. maí 2017