Starfið 2015–2016

Gammadeild hefur haldið áfram að beina athygli að konum sem hafa sýnt frumkvæði og/eða tekist á hendur leiðtogahlutverk frá síðasta vetri. Við höfum hitt glæsilegar konur sem hafa haslað sér völl á mörgum og ólíkum sviðum.

Mánudaginn 28. september 2015 tók Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona á móti okkur í vinnustofu sinni kl. 17. Hún sagði okkur frá því hvað það var sem leiddi hana út í námið sem hún valdi sér og starfið sem hún tókst á við, og sýndi okkur verk sín. Fundarstörf fóru fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu ásamt með súpu, brauði, kruðiríi og kaffi. Vilborg Dagbjartsdóttir skáldkona las úr nýútkomnu ljóðasafni sínu.

Miðvikudaginn 21. október hittist Gammadeild í Hvassaleitisskóla. Kristín Ástgeirsdóttir sagði okkur eilítið um sjálfa sig og starf sitt en aðalumræðuefni hennar var kosningaréttur kvenna og 100 ára afmæli hans. Framsagan var mjög fróðleg og fundarkonur spurðu margs. Edda Vikar sálfræðingur flutti orð til umhugsunar um ró hugans og flutti vögguvísu eftir Jakobínu Johnsen um barnið sem leiðir og kennir. 

Fimmtudaginn 19. nóvember hittist deildin heima hjá Anh-Dao Tran í Kópavogi. Anh Dao sagði okkur frá doktorsverkefni sínu um virkjun auðlinda nemenda af vietnömskum uppruna. Út frá erindinu spunnust fjörugar umræður um stöðu innflytjenda í íslensku skólakerfi. Hrefna Þórarinsdóttir flutti orð til umhugsunar um bætta aðstöðu í barnaverndarmálum.   

Fimmtudaginn 10. desember var jólafundur á heimili Svönu Friðriksdóttur. Rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir kom í heimsókn.    

Fyrsti fundur Gammadeildar á árinu 2016 var haldinn fimmtudaginn 14. janúar. Þá heimsóttum við Vigdísi Jónsdóttur skjalavörð Alþingis. Vigdís segir okkur frá námi sínu og starfi og greindi frá störfum Alþingis. Vilhjálmur Bjarnason sýndi okkur Alþinigishúsið. Síðan var haldið á Hótel Borg þar sem Gamma-konur og gestir þeirra snæddu súpu og brauð.

Annar fundur 2016 var haldinn mánudaginn 15. febrúar á heimili Árnýjar Elíasdóttur. Árný og samstarfskona hennar sögðu okkur frá fyrirtæki sínu, Attentus. Pálína Jónsdóttir flutti okkur orð til umhugsunar.

Þriðji fundur 2016 verður haldinn miðvikudaginn 9. mars kl. 19.30–22.00.
Halldóra Hreggviðsdóttir jarðfræðingur og hagverkfræðingur sem rekur ráðgjafa­fyrirtækið Alta verður gestur fundarins. Halldóra segir okkur frá námsferli sínum og fyrirtæki sem veitir m.a. ráðgjöf við skipulagsmál, umhverfismál loftslagsmál og jarðfræðirannsóknir. Almenn fundarstörf.

Laugardaginn 30. apríl. Vorþing Landssambands Delta Kappa Gamma.

Mánudaginn 6. júní kl. 17. Vorfundur Gammadeildar, haldinn í Árbæjarsafni. Ný stjórn kjörin.

Síðast uppfært 14. maí 2017