Fyrsti fundurinn 2012

Við héldum okkar fyrsta fund á Gamla sjúkrhúsinu þann 18. september en hófum fundinn þó í Neðstakaupstað. Þar fræddumst við aðeins um kaupstaðinn og gengum svo sem leið lá um bæinn i sögugöngu. Það var býsna kalt og því flestar fegnar að komast í hús þar sem okkar beið yndisleg fiskisúpa sem Bryndís sá um.  Aðalbjörg var með orð til umhugsunar og ræddi um nærumhverfið, hversu mikilvægt það er að þekkja það og temja sér þau orð sem notuð eru í nærumhverfinu. Að venju brast hópurinn á með söng, svona til að hita sig upp fyrir súpuna og kaffið. Okkur gafst líka tækifæri til að skoða sýningu á verkum Þórdísar Egilsdóttur sem var sal Listasafnsins en Þórdís var einstök hannyrðakona og fóru verk eftir hana víða um heim.