Heimsókn í Blábankann á Þingeyri

Það var fallegt veður í Dýrafirði þegar konur í IOTA deild fóru til Þingeyrar til að skoða Blábankann. Blábankinn er nýsköpunar og þjónustumiðstöð og er markmið hans að bjóða upp á grunnþjónustu í smærri byggðarlögum. Þannig  verði hægt að auka gæði íbúanna og koma á fót atvinnu og þekkingarsetri á Þingeyri.

Haukur Sigurðsson tók á móti okkur og kynnti starf Blábankans. Eitt af því sem konur fengu að upplifa var að taka þátt í samverustund í bankanum með sýndargleraugum. Það var einstakt.

Kristin Björk og Gunnar maður hennar tóku síðan á móti okkur á heimili sínu og buðu uppá dýrindis fiskisúpu. Góðar umræður sköpuðust yfir borðum um persónuverndarlögin og nýafstaðin samræmdpróf í 4. og 7. bekk. Á fundinum las formaður markmið samtakanna og nefndi að umræðurnar yfir borðum tengdust vel þeim. Kynnt var starfið og skipulag funda í vetur. Síðan var farið yfir síðustu fréttabréf forseta og rætt um mikilvægi þess að vera virkur og taka þátt á landsvísu. Evrópuþing verður haldið á Íslandi dagana 25.-27. júlí, undirbúningur er kominn á fullt og nefndir starfandi.

Kvennafrídagurinn er 24. okt. n.k. Bryndís Friðgeirsd er tilbúin að vera fulltrúi okkar við skipulag og undirbúning.Hugmyndin er að virkja sem flesta kvennahópa til að standa að dagskrá. 

Níu konur sóttu fundinn sem var slitið 20.30