Okkar framlag til Afríku?

Á fundinum okkar í Súðavík kviknaði sú hugmynd að halda hádegisverðarfund, kannski í apríl, þar sem við myndum vera með áhugaverð fræðsluerindi, elda súpu og baka brauð og bjóða með okkur í það minnsta fimm konum. Hver um sig myndi síðan greiða 1000 - 1500 krónur í pott fyrir samverustundina.

Það yrði okkar framlag í skólaverkefnið. Nú er málið komið í nefnd og vonandi tekst okkur að gleðja bæði okkur, gesti okkar og ekki síst börnin sem fá að njóta. Margt smátt gerir sannarlega eitt stórt.