Skapandi DKG konur á jólafundi

Þriðji fundur haustsins var í lok nóvember. Eins og áður er áherslan á listir og sköpun. Að þessu sinni leyfðum við eigin sköpunarþörf að njóta sín. Við hófum samverustundina á því að búa til jólakransa úr lifandi greinum í bílskúr einnar félagskonu þar sem eiginmaður hennar aðstoðaði við að klippa niður greinar. Að því loknu fórum við í stássstofu annarrar þar sem við snæddum saman matmikla súpu, héldum formlegan fund með hefðbundnum dagskrárliðum og hlýddum á orð til umhugsunar. Að þessu sinni var það um trúarbragðakennslu og trúaruppeldi. Góðar og gagnlegar umræður sköpuðust og sitt sýndist hverri eins og gengur, en kvöldið var yndislegt og við fórum allar heim endurnærðar af anda DKG starfsins.