Afmælisfundur Epsilondeildar

Stofnfélagar Epsilondeildar.
Stofnfélagar Epsilondeildar.

Elinborg Sigurðadóttir, ein af stofnendum deildarinnar, flutti stutt ágrip um sögu deildarinnar yfir 30 ár og stiklaði á stóru um uppruna samtakanna sem stofnuð voru í Austin í Texas, 1929. Fyrsta deildin á Íslandi – Alfa var stofnuð 1975. Epsilondeildin var fimmta deildin sem stofnuð var innan samtakanna hér á landi. Stofnfundur var haldinn 29. apríl 1988 í Ölfusborgum. Fyrsti forseti deildarinnar var Helga Halldórsdóttir. Í fróðlegu erindi Elinborgar kom m.a. fram að á þessum 30 árum hafi mörg mál verið skoðuð, margir staðir heimsóttir, auk deilda samtakanna og fundað á vinnustöðum hver annarra. Margar bækur lesnar og ræddar á okkar vinsælu bókafundum í janúar.

Fyrirlesari afmælisfundarins var Guðni Gunnarson hjá Rope Yoga setrinu. Hann talaði m.a. um mátt hjartans, hugans, velsæld og hamingju.

Þríréttaður hádegismatur var reiddur fram. Að honum lokum sagði Ester Hjartardóttir stuttlega frá upplifun sinni þegar hún gekk inn í nýstofnaða Epsilondeild. Hún kynnti síðan dóttur sína, Aðalbjörgu Halldórsdóttur, sem var nýfædd þegar hún gerðist stofnfélagi og var sú stutta virkur félagsmaður fyrsta árið sem deildin starfaði. Aðalbjörg söng nokkur lög við gítarundirspil Ársæls Guðmundssonar við fögnuð áheyranda.

Það var samdóma álit Epsilonsystra að þetta hafi verið hinn fínasti fundur og dagskráin vönduð, fróðleg og skemmtileg.