Bókafundur að Iðu

Rósa Marta Guðmundsdóttir var með orð til umhugsunar. Hún var með hugleiðingu um að brjótast úr viðjum vanans í upphafi nýs árs og nýs áratugar. Í bókinni Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie, sem Rósa Marta vísið í, er einmitt lögð áhersla á að taka einn dag í einu og lifa hann til fulls og einbeita sér að verkefnum dagsins. Og mikilvægt að muna eftir þakklætinu.

Aðalefni fundarins var að rýna í bækur sem við systur lásum yfir jólin. Miklar og góðar umræður spunnust um bækur og innihald þeirra.

Dregið var úr happdrættinu okkar og hlaut Guðrún Sigríks Sigurðardóttir vinninginn að þessu sinni.

Að lokum voru snæddar ljúffengar veitingar sem við systur komum með á sameiginlegt matarborð.