Bókafundurinn

Fyrsti fundur eftir jól var haldinn 14. janúar að Iðu í Biskupstungum á heimili Elínborgar Sigurðardóttur. Að líta út um stofugluggann á Iðu var ævintýri líkast; nýfallinn snjór yfir öllu, hávaxin tré og Vörðufellið. Þetta var dásamleg umgjörð fyrir efni fundarins sem var: „Bækur sem við lásum um jólin.“ 

Þegar konurnar 16 höfðu komið sér vel fyrir í notalegri stofunni, með fallega útsýninu, hófst formlegur fundur með hefðbundnu sniði. Að því loknu hófust fjörugar og miklar umræður um bækurnar sem við höfðum handfjatlað, skoðað og lesið yfir hátíðarnar. Þessar bækur voru m.a. ræddar:

 

  • Elsku Drauma mín e. Vigdísi Grímsdóttur,
  • Íslendingar e. Unni Jökulsdóttur,
  • Heiða - fjalladalabóndinn e. Steinunni Sigurðardóttur,
  • Týnda dóttirin e. Shilpi S. Gowda,
  • Tvísaga e. Ásdísi Höllu Bragadóttur,
  • Óleyfileg - norsk,
  • Samskiptaboðorðin e. Aðalbjörgu S. Helgadóttur
  • Tímaskekkjur e. meistaranema HÍ, 2016,
  • Þættir e. Hjalta Gestsson frá Hæli,
  • Skegg Raspútins e. Guðrúnu Evu Mínervudóttur,
  • Líkvaka e. Guðmund S. Brynjólfsson,
  • Heimkoman e.Björn Þorláksson,
  • Hestvík e. Gerði Kristnýju,
  • Vinkonubækurnar e. Elenu Ferrante,
  • Fórnarleikar e. Álfrúnu Gunnlaugsdóttur,
  • Kona tígursins e. Téa Obreht,
  • Skriftir. Örlagagletta e. Pétur Gunnarsson,
  • Sofðu ást mín e. Andra Snæ Magnason,
  • Hveragerði heimsins besti staður (vísur Hveragerðisskáldanna),
  • Borgin við Sundið e. Tryggva Gíslason,
  • Svartalogn e. Kristínu Marju Baldurdsóttur,
  • Ör e. Auði Övu Ólafsdóttur,
  • Næturgalinn e. Kristin Hannah,
  • Plokkfiskbókin e. Eirík Örn Norðdahl,
  • Átthagar/Ísfirðingar margra landa segja frá e. Herdísi M Hubner,
  • Hulduþjóðir Evrópu e. Þorleif Friðriksson,
  • Hrafnkelsstaðir bernsku minnar,
  • Gamansögur úr Árnesþingi e. Jóhannes Sigmundsson,
  • Þættir af séra Þórarinum ofl. e. Þórarinn Eldjárn.

 

Mettar andlega og líkamlega héldum við heim á leið í hundslappadrífu. Fundurinn hafði dregist á langinn enda margar bækur til umfjöllunar og samveran svo skemmtileg og móttökurnar dásamlegar.