Bókarfundur að Laugalandi í Holtum

Hlýtt á bókarrýni.
Hlýtt á bókarrýni.

Ingibjörg Þorgerður setti fundinn og kveikti á kertum: vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.

Margrét Guðmundsdóttir var með Orð til umhugsunar. Hugleiðing hennar var um leikskólann og hið mikilvæga starf sem þar er unnið og viðhorf fólk til leikskólakennarans. Niðrandi ummæli eru oft höfð um þetta gefandi og skemmtilega starf.

Það voru 15 konur mættar og aðalefni fundarins voru bækur sem við höfðum lesið um jólin.

Það er alltaf mikili eftirvænting hjá okkur systrum að hlusta á hverja og eina okkar segja frá bók sem hún hefur hrifist af við lesturinn. Það hefur skapast sú hefð að skrifa niður titlana á bókunum sem við rýnum í. Hér eru bækur sem nefndar voru á fundinum:

Í skugga drottins e. Bjarna Harðarson, Minn tími mun koma skráð af Páli Valssyni, Ég er Malala e. Malala Yousafzai, Saga Ástu e. Jón Kalman Stefánsson, Dalalíf e. Guðrúnu frá Lundi, Andartak eilífðar e. Paul Kalanithi, Tvíflautan e. Jón S. Eyjólfsson, Ekki gleyma mér e. Kristínu Jóhannsdóttur, Ævintýri og sögur frá Nýja Íslandi e.William D. Valgardson, Elín, ýmislegt e. Kristínu Eiríksdóttur, Lífsgleði njóttu e. Dale Carnegi, Spámennirnir í Botnleysufirði e. Kim Leine, Með lífið að veði e. Yeonmi Park, Vertu Ósýnilegur Ishamel e. Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Sakaramentið e. Ólaf Jóhann Ólafsson, Blóðug jörð e.Vilborgu Dagbjartsdóttur, Einu sinni var í austri e. Xiaolu Guo, Það sem dvelur í þögninni e. Ástu K. Ragnarsdóttur, Ævinlega fyrirgefið (4.bók) e. Anna B. Ragde , Undur e. R.J. Palacio, Helgi e. Þorvald Kristinsson, Ellý e. Margréti Blöndal, Eyland e. Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Flowing River e. Paulo Caelo, Kunsten at höre hjarteslag/The art of hearing heartbeat e. Jan Philipp Sendker, Kunsten a være den man er, e. Jan Philipp Sendker, Ekki vera sár e. Kristínu Steinsdóttur.

Dýrindis kjúklingasúpa, úr Þykkvabænum, var snædd á fundinum. Kristínu var hrósað í hástert fyrir brauðin sem hún bakaði með súpunni.

Þetta var sem sagt fjórði fundurinn síðan í haust.