Bókafundur að Eldhestum

Umræða um bækur og höfunda
Umræða um bækur og höfunda
Það var nú aldeilis skemmtilegur fundur sem við konur úr Epsilondeildinni héldum að Eldhestum í Ölfusi, laugardaginn 16. janúar. 

Fundarefnið voru jólabækurnar. Það er ekki þar með sagt að bækurnar sem við fjölluðum um hafi allar verið gefnar út fyrir jólin og hafi komið upp úr jólapökkunum. Það var allur gangur á því. Ein okkar hafði til dæmis lesið Sagan um Hjalta litla eftir Stefán Jónsson sem kom út fyrir mjög löngu síðan og margar könnuðust vel við sem segir kannski til um aldur okkar. Umræðurnar voru mjög skemmtilegar og við náðum að nefna um 30 bókartitla. Sumir þeirra fengu meira pláss en aðrir eins og gengur. Eftir fjörugar umræður fengum við okkur að borða. Við fórum allar mettar heim andlega og líkamlega. Hér er bókarlistinn yfir flest allar bækurnar sem nefndar voru.