Ferð á Þingvöll

Í dag, 11. október, skunduðu Epsilonsystur á Þingvöll. Þetta var nokkurs konar upphitun fyrir vetrarstarfið. Veðrið var dásamlegt, blakti ekki hár á höfði og landið skartaði sínu fegursta. Það var þó nokkur mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni eins og myndirnar bera með sér. Eftir heimsókn okkar að Þingvöllum fórum við að Grímsborgum í Grímsnesi og borðuð hádegisverð. Þetta var skemmtileg og notaleg samvera í upphafi vetrarstarfsins. Vetrardagskráin verðu birt innan tíðar á síðunni.