Fundað á Hvolsvelli

Hlýtt á fyrirlestur um Tallin.
Hlýtt á fyrirlestur um Tallin.

Ásborg var með orð til umhugsunar og sagði okkur frá bók eftir systur sína, Lailu Margréti Arnþórsdóttur, Drekinn innra með mér sem segir frá vináttu lítillar stúlku og dreka. Drekinn býr innra með stúlkunni og kennir henni að þekkja tilfinningar sínar og takast á við þær. Sagan var áður flutt á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu í vor og var sögð af sögumanni (Halldóru Geirharðsdóttur) við tónlist eftir Elínu Gunnlaugsdóttur.
Elinborg sagði frá Evrópuþingi DKG sem haldið var í Tallin í Eistlandi sumarið 2017. Hún skreytti frásögn sína með fallegum myndum sem hún tók og upptökum af tónlistaratriðum sem flutt voru á þinginu. Tónlistarkennsla er í hávegum höfð á öllum skólastigum í Tallin. Við fengum líka að sjá og þreifa á fallegum munum sem þær Elinborg og Ingibjörg Þ. komu með frá Tallin.
Sigríður G. kynnt vef Landssamtakanna og Epsilon-vefinn okkar, fór yfir ýmsan fróðleik og hagnýtar upplýsngar sem eru að finna á www.dkg.is og www.dkg.is/epsilon. Hún er formaður Félaga- og útbreiðslunefndar sem sér m.a. að uppfæra félagatalið - og á næstunni á að setja inn myndir af öllum systrum í félagatalið. Hún hvatti okkur til að senda inn myndir í góðri upplausn sem fyrst. Hún er líka tilbúin að taka myndir af okkur á næsta fundi.
Happdrættið var á sínum stað og eftir drátt og slit á fundi var farið í Eldfjallasetrið til að fá sér að borða.