Fundur í Fsu á Selfossi

Ágústa Ragnarsdóttir segir frá myndlist
Ágústa Ragnarsdóttir segir frá myndlist

Í skólanum er kennd almenn og fjölbreytt myndlist en Ágústa sagði okkur frá listnámi á starfsbraut skólans en í henni eru um 60 nemendur. Hún sagði okkur með stolti og lotningu frá vinnu nemenda sinna sem með mikilli eljusemi og þrautseigju og þrotlausum æfingum og pælingum hafa náð ótrúlegri færni í listsköpun sinni frá upphafi náms og þar til þeir útskrifuðust. Myndirnar sem hún sýndi okkur báru þess merki.

Við Epsilonsystur vorum sammála því að Ágústa væri gædd miklum hæfileikum sem myndlistarkennari.

Almenn fundarsstörf voru annars í heiðri höfð eins og Orð til umhugsunar sem var að þessu sinni í höndum Sigríðar Guðnadóttur sem talaði um Æðruleysisbænina og að lokum var dregið í happdrættinu góða.

Eftir fundinn svifum við niður á veitingastaðinn Menam og snæddum austurlenskan mat alveg í skýjunum með fróðlegt og skemmtilegt erindi Ágústu og þakklátar fyrir samveruna.