Fundur í Þorlákshöfn

Fundur var haldinn í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, laugardaginn 25. mars. Nokkrar systur buðu með sér gestum sem vonandi vilja slást í hópinn með okkur.
 
Hólmfríður Árnadóttir var með „orð til umhugsunar“ og talaði um innsæi sem er svo gott að hafa. 
 
Ingibjörg Þorgerður formaður, og lesráðgjafi hjá Menntamálastofnun, flutti erindi um nýtt matstæki fyrir leik- og grunnskóla sem kallað er Lesferill. Þetta eru lesskimunarpróf sem verið er að búa til og þróa og eiga að vera tilbúin 2020. Könnunarprófin verða aðgengileg á nýjum miðli sem heitir Skólagátt. Þetta var gott og fróðlegt erindi. 
 

Eftir fundinn fórum við í Meitilinn og snæddum hádegisverð.