Fundur á Stokkseyri og Eyrarbakka

Nýi grunnskólinn á Stokkseyri
Nýi grunnskólinn á Stokkseyri
Kæru Epsilonsystur!   Næsti fundur verður á Stokkseyri og Eyrarbakka, þriðjudaginn 29. mars kl. 16:30. Við hittumst á Stokkseyri í nýju skólabyggingunni. Þar tekur Arndís Harpa skólastjóri á móti okkur og sýnir nýja skólahúsnæðið. Eftir klukkustundar dvöl þar verður haldið að Hólmaröst á fund Elvars listmálara og við skoðum vinnustofu hans og e.t.v. e-ð fleira. Síðan förum við í Rauða húsið á Eyrarbakka og þar verður formlegur en stuttur  fundur settur og kvöldverður snæddur.   Eins og fram kemur í fundarboðinu verður næsti fundur ekki í Reykjavík eins og upphaflega var áætlað og við í stjórn biðjumst afsökunar á þessari breytingu. Enginn fyrirlestur í HÍ í mars hentaði okkur og það gekk ekki upp að hafa fund á fimmtudagskvöldi af ýmsum ástæðum.    Með kærri félagskveðju, stjórnin