Haustfundur haldinn á Matkránni í Hveragerði

Margrét Guðmundsdóttir Epsilonsystir sagði okkur frá meistaranámi sínu í talmeinafræði. Þetta er strangt og mikið nám sem erfitt er að komast inn í. Margrét hlaut styrk frá DKG til að vinna að lokaverkefni sínu en hún er að semja nýtt málþroskapróf fyrir börn á aldrinum sex til tíu ára.

Halldór Smárason tónskáld og píanóleikari kom og sagði frá sér í stuttu máli og hvað hann væri að sýsla. Hann spilaði af plötu, sem hann gaf út fyrra, nútíma tónverk sem hann tileinkaði harmónikuleikaranum Geira Mess og Messý konu hans.

Annað kvöld mun Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja verk eftir Halldór - infinite image  -  í Hörpu. Þetta er annað verkið sem Halldór semur fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Halldór hafði með sér forláta harmóniku og spilaði tvö lög eftir Ísfirðinginn Villa Valla. Að lokum spilaði hann undir fjöldasöng.

Á meðan á þessu stóð snæddum við góðan kvöldverð.