Matur og bað

Að loknum hefðbundnum fundarstörfum sagði Ásborg, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, okkur frá starfi sínu sem er mjög margþætt og felst í fjölþættri ráðgjöf, alhliða upplýsingamiðlun og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum. Það eru fjögur sveitarfélög sem reka sameiginlega skrifstofu ferðamálfulltrúa. Ásborg hefur gengt starfi sínu með miklum sóma og má segja að hún sé frumkvöðull í þessum geira.

Efir fund fórum við að Gömlu lauginni (Secret Lagoon) Í Hverahólmanum við Flúðir. Björg sagði okkur frá sögu staðarins og frá uppbyggingunni en laugin er náttúrulaug og hefur verið endurbyggð í upprunalegri mynd. Þetta er elsta laug landsins. Það er sonur Bjargar, Björn Kjartansson, sem hefur unnið hörðum höndum við endurbygginguna og með góðri aðstoð Ásborgar, að sögn Bjargar.

Nú vorum við allar orðnar svangar og því var haldið að Flúðasveppum (Farmers Bistro) þar sem beið okkar sjóðheit sveppasúpa og fleira góðgæti og kynnng á ræktun sveppa í sveppaklefa.

Samkvæmt Ásborgu er það matur og bað sem ferðmenn sækja helst í um þessar mundir.