Ný félagskona tekin inn

Ingibjörg Þ. setur inn Snædísi Ósk Harðardóttur
Ingibjörg Þ. setur inn Snædísi Ósk Harðardóttur

Að loknum inntökufundinum hófst aðalfundur. Ingibjörg Þorgerður las skýrslu stjórnar og sagði undan og ofan af hvað gerst hafði á þeim tveimur árum sem hún hefur verið formaður sem er æði margt:  Gefum henni orðið: „ Við höfum fundað vítt og breitt um Suðurland – frá Þorlákshöfn í vestri til Laugalands í Holtum í austri. Við höfum frætt hver aðra, sagt frá góðum bókum, heyrt af meistararitgerðum og námi systra okkar t.d.Ingibjargar Ingadóttur, Kristínar Sigfúsdóttur og fengið góða gesti, t.d. hana Guðbjörgu Sveinsdóttur og séra Halldóru Þorvarðardóttur, Sigríði Ingu Sigurðardóttur og í vetur heimsóttum við Ágústu Ragnarsdóttur í FSU. Einnig heimsóttum við Bakkastofu og brugðum okkur alla leið suður í Reykjanesbæ.“

Að lokum kynnt uppstillinganefnd nýja stjórn. Ingibjörg Þorgerður verður áfram formaður og Eydís Katla gjaldkeri og auk þerira Ingibjörg Ingadóttir, Sigríður Guttormsdóttir og Ásborg Arnþórsdóttir. Við óskum þeim góðs gengis næstu tvö árin.