Fundað í Fjölheimum á Selfossi

Fjölheimar - þekkingasetur á Selfossi
Fjölheimar - þekkingasetur á Selfossi

Þær Eydís Katla, Sigríður Guttorms., Ingibjörg Þ., Ingibjörg I. og Elinborg sögðu frá Heimsþingi DKG sem haldið var í Reykjavík í sumar. Þær létu allar í ljós ánægju sína með þingið - áhugaverð erindi og vinnustofur og ekki síst skemmtileg samskipti við aðrar DKG systur. Alls voru þátttakendur rúmlega 250 þar af um 70 íslenskar konur og Epsilon systur voru átta.  Ráðstefnan var mjög vel heppnuð í alla staði, skipulag og framkvæmd til fyrirmyndar. Sérstakt hrós fékk unga fólkið okkar íslenska sem kom sá og sigraði með sín erindi.

Rætt var um 30 ára afmæli Epsilondeildar og afmælisfund sem verður haldinn 23. nóvember í Hveragerði, afmælisnefnd er að störfum.

Næsti fundur verður í Reykjavík og farið verður í heimsókn í Veröld – hús Vigdísar þann 12. október.