Upphaf nýs starfsárs

Margrét flytur erindi um lokaverkefnið sitt til MS í talmeinafræði.
Margrét flytur erindi um lokaverkefnið sitt til MS í talmeinafræði.


Dagskráin hófst að venju á að formaður kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Guðríður fór yfir markmið DKG smatakanna. Ný stjórn ætlar að leggja áherslu á að við verðum fyrirferðarmiklar í nærsamfélaginu þannig að fólk taki eftir okkur. -Við höfum allrar mikla þekkingu á hinum ýmsu málum og getum látið muna um okkur -  sagði Guðríður formaður okkar.

Margrét Pálína var með Orð til umhugsunar og talaði um vináttuna og gerði það afskaplega vel í ljósi þess að hún hljóp í skarðið á síðustu stundu. Margrét stakk upp á því að syngja Hvað er svo glatt sem við gerðum fúslega.

Fréttir af starfi var liður í dagskránni og var Sigríði Guðnad. þakkað fyrir að sjá um vefsíðuna fyrir Epsilondeildina.

Aðaladagskrárefnið var erindi sem Margrét Guðmundsdóttir flutti um lokaverkefnið sitt til MS prófs í talmeinafræði – Málfærni yngri barna í grunnskóla. Var gerður góður rómur að erindinu.

Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað og síðan var fundi slitið.

Epsilonsystur færðu sig yfir á Matkrána og fengu sér „smörrebröd med tilbehör.“