Uppspuni smábandasafni 28. okt. 2021

Hulda segir frá sauðkindinni og ullinni.
Hulda segir frá sauðkindinni og ullinni.

Öll ullin af kindum þeirra hjóna er nýtt og úr verður garn með ólíkum grófleika sem hægt er að kaupa í lítilli verslun sem er upp á lofti í verksmiðjunni. Engin kemisk efni eru notuð og engu blandað saman við ullina. Vélarnar sem  vinna, með aðstoð mannshandarinnar,  eru eins og dúkkuvélar í samanburði við vélarnar í Ístex og komast fyrir í lítilli skemmu. Þetta hefur allt gengið eins og lygasögu (enginn uppspuni) og áform eru um að stækka verksmiðjuna til að anna eftirspurn. Hulda og Tyrfingur eru komin með fjóra í vinnu í verksmiðjunni og veitir ekki af.

Hulda  tók á móti okkur systrum glöð í bragði og sagði okkur frá því sem fram fer í verksmiðjunni, fræddi okkur um sauðkindina frá upphafi, ullina af henni, hvernig hún hefur verið unnin og hvernig hún er unnin nú. Henni fórst þessi fræðsla vel úr hendi enda starfaði Hulda sem grunnskólakennari í 15 ár.

Eftir fróðleik um íslensku sauðkindina og ullarvinnslu borðuðum við á Stracta hótel á Hellu. Við vorum heldur fáar að þessu sinni vegna forfalla og fundurinn því óhefðbundinn en skemmtilegur.