Veröld - hús Vigdísar

Veröld - hús Vigdísar
Veröld - hús Vigdísar

Þaðan lá leiðin á Eyja Guldsmeden Hótel í Brautarholti, þar héldum við fundinn. Aðalefni fundarins var frásögn Veru Valgarðsdóttur af dvöl sinni á Skagaströnd en hún var  skólastjóri Höfðaskóla í fimm ár. Á þessum árum hennar voru gerðar ýmsar breytingar á skólastafinu; skólinn var spjaldtölvuvæddur og starfsemin sameinuð í eina byggingu. Unnið var í teymum og árgöngum blandað og allt gafst þetta mjög vel. Í Höfðaskóla eru um það bil 97 nemendur.

Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir landssambandsforseti kom inn á fundinn og þakkaði Elínu Hannibalsdóttur fyrir rósirnar sem hún gaf á heimsþing DKG í sumar og allar rósir sem hún hefur gefið í gegnum tíðina - og þær skipta hundruðum. Í þakklætisskyni afhenti hún Elínu spjaldtölvu að gjöf.

Við gengum hressar og glaðar út í daginn eftir góða þríréttaða máltíð og afbrags góðan fund og skemmtilega kynningu á Veröd – húsi Vigdísar.