Vetrardagskrá 2011-2012

Kæru Epsilonsystur! Enn er komið haust og nýtt starfsár að hefjast hjá okkur. Stjórnin hefur fundað og ákveðið vetrarstarfið sem verður með líkum hætti og verið hefur. Fundir verða fimm, ýmist á fimmtudögum eða laugardagsmorgnum. Við reynum að dreifa fundarstöðum á svæðið okkar. Meginþemað í vetur er Leggjum rækt við okkur sjálfar og verður það efni þriggja funda. Ekki megum við gleyma nýja aksturskerfinu okkar sem við byrjuðum með s.l. vetur og við reynum að fá far hver með annarri.

1. fundur verður á Selfossi laugardaginn 1.október kl. 11. Póstur verður sendur í næstu viku með nánari upplýsingum og fundarstað.Elínborg og Guðrún Þóranna segja frá ferð sinni á Evrópuþing DKG.

2. fundur verður í Þorlákshöfn síðdegis fimmtudaginn 17. nóvember.Ester mun kenna okkur vatnsleikfimi og svo förum við á Ráðhúskaffið.

3. fundur verður á Hótel Eldhestum laugardaginn 14. janúar kl. 11.Fundarefni er jólabækurnar.

4. fundur verður í Þrastarlundi 22. mars kl. 17.Við höfum ekki enn fengið fyrirlesara en efni fundarins verður um heilsutengt efni.  

5. fundur verður 5. mai kl. 11 á Hestakránni.

Fyrst verður erindi og síðan aðalfundur.

Bestu kveðjur til ykkar allra,

stjórnin