Aðalfundur Alfadeildar haldinn og vetrarstarfið hefst.

Vel var mætt á aðalfund deildarinnar sem var haldinn í fjarfundarformi 1. september 2020. Alfakonur tóku tæknina í sínar hendur og sinntu aðalfundarstörfum með sóma í fjarfundarformi. Kosin var ný stjórn og meðlimi hennar má sjá hér ofar á síðunni. Konur deildarinnar hlakka til vetrarstarfsins og vonast til að geta hist eitthvað á fundum.