Skemmtileg samverustund

Alfa-systur áttu mjög notalega samverustund með konum úr Þeta-deild laugardaginn 13. apríl en það er einmitt eitt af markmiðum vetrarins að efla tengslin á milli deilda. Við hittumst á Hótel Marina við Mýrargötuna og byrjuðum á að skoða þetta glæsilega hótel sem búið er að starfa í eitt ár. Síðan hófst fundurinn formlega með því að kveikt var á kertum og síðan snæddum við saman gómsætan brunsj sem var á boðstólum. Meðan á því stóð flutti Bryndís Guðmundsdóttir, Þetasystir, okkur orð til umhugsunar. Þessum ánægjulega fundi lauk síðan með göngferð um bryggjusvæðið í vorblíðunni, bjart var í veðri og fallegt þó blési að norðan. Myndir.