Tveir góðir fundir á haustdögum

Í vetur hafa verið haldnir tveir fundir. Þann 25. október síðastliðinn hittust Alfa konur í Háskólanum í Reykjavík þar sem vel var tekið á móti þeim. Ari Kristinsson, rektor, gekk með þeim um skólann og sagði þeim frá húsakynnum og því námi sem væri boðið upp á þar. Síðan tók Málfríður Þórarinsdóttir við og sagði frá frumgreinanáminu í HR. Afar vel var tekið á móti okkur þarna.  Í september komum við saman í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem Margrét Hallgrímsdóttir gekk með okkur um húsið og leiddi okkur í gegnum þær sýningar sem voru uppsettar. Einnig fræddi hún okkur Safnahúsið og að það væri nú hluti af Þjóðminjahúsinu og sagði frá þeirri sameiningu. Afar fróðlegur fundur fyrir okkur Alfakonur.