200. fundurinn

Til baka á fundargerðir
Delta Kappa Gamma á Íslandi - Alfa-deild

200. fundur Alfa-deildar
Fundardagur: mánudagur 21. september 2009
Fundarstaður: Fellaskóli
Fundargerð:
1. Formaður, Erna Árnadóttir, setti fund kl. 18.00 og þakkaði Kristínu Jóhannesdóttur, skólastjóra og nýrri systur í Alfa-deild fyrir fundaraðstöðuna. Einnig bauð hún velkomna Ingibjörgu Jónasdóttur, landssambandsforseta, sem boðið hafði verið á fundinn.
2. María Sólveig Héðinsdóttir, varaformaður, kveikti á kertum vináttu, trúmennski og hjálpsemi.
3. Nýr félagi, Anna Sigurðardóttir, námsráðgjafi á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Formaður og varaformaður sáu um inntökuna.
4. Sigrún Klara Hannesdóttir, ritari las fundargerð fundar 199 og hafði nafnakall. Alls voru 19 konur mættar að nýja félaganum meðtöldum.
5. Efni fundarins: Tungumál í skólastarfi
a. Íslenskukennsla innflytjenda. Kristín Jóhannesdóttir, sagði frá stefnumótun Fellaskóla í málefnum nýbúa, en fjórði hver nemandi skólans er af erlendum uppruna. Meginmarkmið í stefnumótuninni er að öll börnin finni sig vera á heimavelli, sterk og sjálfsörugg. Allir starfsmenn taka á móti nýbúanum og allir kennarar þurfa að vera meðvitaðir um að þeir eru í raun móðurmálskennarar, ekki bara nýbúakennarinn. Námsefni er gjarnan frumsamið og víða leitað fanga. Skólasafnið hefur ýmis konar efni á erlendum málum. Aðlögun er brýn og oft mikið vandamál. Útlendingar gera ekki skóla fjölmenningarlegan, sagði Kristín, heldur viðhorf og lífsgildi, skilningur og umburðarlyndi skólans.
b. Námsmarkmið í lestri og ritun. Árný Inga Pálsdóttir, Víkurskóla í Grafarvogi, sem einnig er nýr félagi í Alfa-deild, sagði frá skipulegri lestrarkennslu og lestrarmarkmiðum sem sett eru allt frá leikskóla. Leikskólanemendur koma í skólann vikulega. Lestrarmarkmiðin byggja á 10 flokka kerfi þar sem allir taka þátt í lestrarkennslunni. Foreldrarnir eru einnig virkjaðir og einnig svokallið lestrarvinir þar sem t.d. grunnskólanemendur lesa fyrir leikskólabörn og svo framvegis. Reynt er að skapa notalegt lestrarumhverfi þar sem allt starf miðar að því að bæta lestrarþjálfunina.
c. Um dönskukennslu. Erna Jessen, lektor í dönsku, sem er þriðja nýja konan í deildinni, sagði frá dönskukennslu sem hún rakti allt frá 1866. Frá árinu 1999 varð danskan að víkja sem fyrsta erlenda tungumálið sem kennt er í grunnskólum. Nú er enskan kennd frá 4. bekk en danskan frá 7. bekk. Danir veita 2,5 milljónir danskrar króna á hverju ári til dönskukennslu.
6. Ingibjörg Jónasdóttir tók til máls og sagði frá verkefnum samtakanna á
alþjóðavettvangi og yfirskriftinni Vision to action. Jafnframt hvatti hún til þess að samtökin veki athygli á góðum verkum sem unnin eru í skólum og veita
viðurkenningar. Einnig lýsti hún nokkrum áætlunum sem landssambandsstjórn er með á dagskrá svo sem væntanlegu leiðtoganámskeiði.
7. Fundi slitið eftir líflegar umræður og góða máltíð kl. 20.30.
Sigrún Klara Hannesdóttir, ritari


Síðast uppfært 14. maí 2017