202. fundurinn

Til baka á fundargerðir
Delta Kappa Gamma á Íslandi - Alfa-deild

202. fundur Alfa-deildar
Fundardagur: sunnudag 6. desember 2009
Fundarstaður: Setrið við Háteigskirkju
Fundargerð:
1. Formaður, Erna Árnadóttir, setti fund kl. 11.00 og bauð félagskonur velkomnar.
2. María Sólveig Héðinsdóttir, varaformaður, kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
3. Sigrún Klara Hannesdóttir, ritari, las fundargerð 201. Var fundargerðin samþykkt athugasemdalaus. Einnig viðhafði hún nafnakall. Alls voru 21 kona mætt.
4. Dreift var Fréttabréfi Delta Kappa Gamm- Félags kvenna í fræðslustörfum sem Delta-deildin á Vesturlandi annast nú útgáfu á.
5. Arndís Hrönn Egilsdóttir, leikkona las hluta af ensku jólasögunni um gamla skrögginn Scrooge.
6. Félagskonur tóku lagið og sungu Bráðum koma blessuð jólin.
7. Borin var fram jólamatur, hangikjöt með jafningi, epla-salat, rauðkál, laufabrauð og allt tilheyrandi sem Lárus Loftsson kom með og reiddi fram.
8. Fundi slitið kl. 13.30.
Fundargerð ritaði Sigrún Klara Hannesdóttir, ritari


Síðast uppfært 14. maí 2017