203. fundurinn
Til baka á fundargerðir
Delta Kappa Gamma á Íslandi - Alfa-deild
203 fundur Alfa-deildar
Fundardagur: mánudagurinn 8. febrúar 2010
Fundarstaður: Hús Rauða krossins, Efstaleiti 9
Fundargerð:
1. Sigríður Ragna Sigurðardóttir setti fund í forföllum formanns.
2. Kveikt var kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
3. Margrét Gunnarsdóttir Schram hafði nafnakall í forföllum ritara. Alls voru 16 konur mættar.
4. Orð til umhugsunar. Ingibjörg Frímannsdóttir lýsti áhyggjum vegna þróunar íslenskukennslu í kennaranámi og þeim áhrifum sem snerta skólana. Dregið hefur verið úr íslenskukennslu á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í kennsluskrá frá 2007 hefur orðið 60% nðurskurður í íslenskukennslu. Engin lesrarkennsla er í dag, aðeins kennsla í ritun og töluðu máli. Þrír kennara munu senda frá sér greinargerð um íslenskukennsluna og þær breyttu áherslur sem merkja má innan sviðsins.
5. Fyrirlesari fundarins var Helga Halldórsdóttir, starfsmaður Rauða krossins. Helga er félagi í Gammadeild DKG. Fundargestir fengu ítarlegar upplýsingar um störf Rauða krossins. Á Íslandi eru 50 deildir þar af 6 á höfuðborgarsvæðinu. Rauði krossinn var stofnaður 1859 en til Íslands komu samtökin 10. desember 1924. Alls eru 186 landsfélög víða um heim. Starf Rauða krossins skiptist í Alþjóðastarf, Þróunarsamvinnu og Neyðarúrræði. Helga sagði frá fjölbreytilegu starfi samtakana sem of langt mál er að telja upp en í máli hennar kom fram hve ótrúlegar margir njóta starfseminnar og taka þátt sem sjálfboðaliðar.
6. Tillaga kom frá Sjöfn Sigurbjörnsdóttur um að fá þrjár konur í nefnd til að skoða íslenskukennsluna nánar og hvað deildin geti gert. Í nefndina voru skipaðar Marta, Steinunn og Árný.
7. Rætt um hvernig félagar í Alfa-deild geta komið inn í starf Rauða krossins, t.d. með aðstoð við börn, innflytjendur og aðra, t.d. með hjálparkennslu. Marta mun vera tengiliður ef einhverjar vilja gefa kost á sér.
8. Félagskonur þáðu veitingar og síðan var fundi slitið.
Fundargerð ritaði Margrét Gunnarsdóttir Schram.
Síðast uppfært 14. maí 2017