204. fundurinn
Til baka á fundargerðir
Delta Kappa Gamma á Íslandi - Alfa-deild
204 fundur Alfa-deildar
Fundardagur: mánudagurinn 8. mars
Fundarstaður: Vesturgarður, Hjarðarhaga 45-47
Tími: 17.30
Fundargerð:
1. Erna Árnadóttir, formaður setti fund og bauð félaga velkomna
2. Sigríður Ragna og Sigrún Klara hjálpuðust að við að kveikja á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
3. Sigrún Klara Hannesdóttir, ritari hafði nafnakall. Alls voru 16 konur mættar.
4. Orð til umhugsunar. Ingibjörg E. Guðmundsdóttir sagði frá Master’s ritgerð Auðar Sigurðardóttur sem fjallar um raunfærnimat. Það er ferli þar sem metin er reynsla og þekking á móti menntunarlegum viðmiðunum. Þetta hefur verið gert frá 2006 í iðngreinum þar sem verkamenn sem hafa starfað í fimm ár eða meira geta farið í mat. Í ritgerðinni var könnuð ástæða fyrir brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla og einnig var könnuð upplifun sjö karlkyns þátttakenda sem höfðu farið í þetta mat og lokið formlegu námi og fengið réttindi. Athyglisvert var hversu erfitt var fyrir þá að fara í skóla aftur og hversu erfiðar endurminningar um fyrra skólanám hafði verið og að sama skapi hvað námslok höfðu haft góð áhrif á sjálfsmynd þeirra
5. Fyrirlesari fundarins var Sölvi Sveinsson, starfsmaður menntamálaráðuneytisins sem fjallaði um vinnu við ný lög um framhaldsskóla. Búið er að ljúka löggjöf um háskóla (2006) og lög um grunnskóla og framhaldsskóla sem samþykkt voru 2008. Nú er unnið að nýjum lögum um framhaldsskóla. Sölvi sagði frá ýmiskonar umræðum og pælingum varðandi form á framhaldsskólanámi, s.s. styttingu námsins, stúdentspróf þar sem fallið er frá stöðluðu námi, svigrúmi og möguleikum hvers skóla til að forma sitt námsframboð og samsetningu námsins. Líflegar umræður spruttu upp og sýndist sitt hverjum um þær hugmyndir sem nú eru uppi og unnið er með í menntamálaráðuneytinu.
6. Önnur mál. Formaður minnti á Vorþingið 17. apríl og leiðtoganámskeiðið sem haldið verður í tengslum við það. Einnig hvatti hún konur sem ekki hafa greitt félagsgjaldið að gera það hið fyrsta.
7. Félagskonur þáðu veitingar og síðan var fundi slitið. Kl. 19.30
Fundargerð skráði Sigrún Klara Hannesdóttir, ritari
Síðast uppfært 14. maí 2017