205. fundur-aðalfundur
Delta Kappa Gamma á Íslandi - Alfa-deild
205 fundur Alfa-deildar
Aðalfundur
Fundardagur: mánudagur 26. apríl
Fundarstaður: Sunnuvegur 9, Reykjavík
Tími: 19.00
Fundargerð:
- Erna Árnadóttir, formaður setti fund og bauð félaga velkomna á fallegu heimili Maríu Solveigu Héðinsdóttur
- María Solveig kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
- Marta Guðjónsdóttir flutti Orð til umhugsunar og vakti athygli á einelti sem nú hefur færst inn í netheima. Sömu aðferðum er beitt og í beinu einelti en getur jafnvel orðið enn illskeyttari þar sem þeir sem beita eineltinu geta falið sig á bak við nafnleysi. Eineldi þrífst aðeins í aðgerðarleysi. Marta taldi brýnt að foreldrar taki til sinna ráða og veiti börnum sínum aðhald og jákvæðan aga.
- Þá var gengið til aðalfundarstarfa og var Anna Sigurðardóttir kosin fundarstjóri.
a. Erna Árnadóttir flutti skýrslu stjórnar. Með henni í stjórn voru MaríaSolveig Héðinsdóttir varaformaður, Sigrún Klara Hannesdóttir, ritari Sigríður Ragna Sigurðardóttir fyrrum formaður og varaformaður til margra ára var í varastjórn ásamt Margréti Schram. Þóra Kristinsdóttir var gjaldkeri. Alls voru í deildinni 42 konur en þeim hefur nú fækkað Fjórar konur sögðu sig úr Alfa-deildinni en þar eru Herdís Egilsdóttir, Kristín Helga Ólafsdóttir, Kristrún Eymundsdóttir og Sesselja Snævarr. Áður hafði Guðrún Halldórsdóttir verið tekin af félagaskrá vegna veikinda. Einnig nefndi hún að oft hefði verið erfitt að fá konur til að greiða félagsgjöldin. Skýrsla formanns fylgir hér með sem fylgiskjal.
b. Þóra Kristinsdóttir gerði grein fyrir reikningum félagsins. Tekjur deildarinnar voru kr. 476.000 fyrir bæði árin og vextir 10.182. Gjöldin voru heldur meiri eða kr. 531.186. Útistandandi eru tvenn árgjöld fyrir 2008 og þrenn fyrir 2009.
c. Sigrún Klara Hannesdóttir kynnti skýrslu uppstillingarnefndar.
Formaður var kjörin Marta Guðjónsdóttir
Aðrir stjórnarmenn voru kosnir: Erna Jessen, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Steinunn Ármannsdóttir. Stjórnin mun síðan sjálf velja sér gjaldkers.
Uppstillingarnefnd var endurkosin: Jakobína Guðmundsdóttir, Margrét Schram og Sigrún Klara Hannesdóttir.
Skoðunarmenn reikninga: Þuríður Kristjánsdóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir.
d. Fjárhagsáætlun og ákvörðun um félagsgjöld. Ákveðið var aðfélagsgjöld yrðu óbreytt.
e. Önnur mál:Sigrún Klara Hannesdóttir, ritari hafði nafnakall. Alls voru 27 konur mættar.Kristín Björk Gunnarsdóttir lét ganga lista þar sem konur skrifuðu undir að þær leyfðu að myndir af þeim væru birtar á vef samtakanna en á lokuðu svæði. - Félagskonur þáðu veitingar og síðan var setið og spjallað enda fleiri konur mættar en við höfum áður séð í vetur.
Fundargerð skráði Sigrún Klara Hannesdóttir, ritari
Skýrsla stjórnar
Ársreikningar 2010
Síðast uppfært 07. apr 2011