206. fundurinn
206. fundur Alfadeildar
Félagsfundur
Fundardagur: Þriðjudagurinn 21. september 2010
Fundarstaður: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Skeifunni 8, 108 Reykjavík
Tími: kl. 17.00-18.30
Fundargerð:
1. Marta Guðjónsdóttir, formaður, setti fund og bauð félaga velkomna.
2. Ingibjörg Elsa kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
3. Marta Guðjónsdóttir flutti Orð til umhugsunar. Hún fjallaði umvirkni í félaginu og spurningum um hvers vegna mæting er lítil, hvort þar skipti máli tímasetningar funda, efni þeirra. Hún lagði til að tengslanetið yrði þétt og að félagskonur hvetji hverja aðra til að mæta á fundi. Mikilvægt sé að fá hugmyndir frá félagskonum. Hún sagði að þar sem Alfadeildin er stofndeild DKG á Íslandi sé ábyrgð okkar meiri. Marta greindi frá starfinu framundan, 35 ára afmæli samtakanna er 7. nóvember og mikilvægt að halda upp á það. Afmælishátíð hefur verið skipulögð þann 13. Nóvember í Þjóðmenningarhúsinu. Efni fundarins verður: Er hægt að kenna börnum rökræður? Þetta viðfangsefni spratt út úr samræðum við Fr. Vigdísi Finnbogadóttur og finnst formanni eðlilegt að helga afmælið 30 ára forsetaafmæli hennar. Samkoman mun fara fram á tímabilinu kl. 11-13 á laugardeginum 13. nóvember. Ingibjörg Jónasdóttir, forseti landssambands DKG hefur tilkynnt komu sína. Markmiðið er að bjóða félagskonum úr öllum deildum DKG á Íslandi að sækja afmælisfundinn, 35 ára afmæli félagsins ber upp á sama ár og 35 ára afmæli kvennafrídagsins. Jólafundur verður haldinn með hefðbundnu sniði þann 4. desember kl. 11-13 með hangikjöti o.fl. Rithöfundur mun lesa úr verkum sínum eins og hefð er til. Sigríður Ragna hefur verið svo elskuleg að bjóða fram heimili sitt fyrir jólafundinn.
4. Þar sem Steinunn er veik, verða ekki fréttir frá landssambandi DKG, en Marta sagði frá fundi með öllum deildum. Hún greindi frá möguleikum á styrkjum og umsóknarfrestum vegna þeirra. Alþjóðlegur styrkur til háskólanáms, umsóknarfrestur er árlega 1. febrúar. Annað hvert ár er veittur innlendur styrkur og er umsóknarfrestur 1. Mars. Mikilvægt er að gera grein fyrir framlagi sínu til samfélagsins. Hvatt er til að félagskonur skrásetji störf sín fyrir DKG. Þema landssambandsins er fagvitund í fyrirrúmi.Unnið er að söfnun gagna vegna félagsstarfsins og eru konur hvattar til að láta stjórn vita ef þær eiga gögn í fórum sínum. Sigrún Klara greindi frá því að styrkirnir hefðu verið til doktorsnáms, en væru núna líka vegna mastersnáms að upphæð 6000 dollarar. Hún minnti einnig á leiðtoganámskeiðið um helgina með Barböru Whiting og að mögulegt sé að taka þátt í því annan daginn. Hún sagði líka frá School for Africa, sem DKG og Unicef eru með samstarf um að styrkja, en þetta verkefni verður kynnt nánar síðar.
5. Að loknu kaffi kynnti Ingibjörg Elsa starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Fræðslumiðstöðin beinir starfi sínu að fullorðnu fólki á vinnumarkaði, sem hefur ekki lokið framhaldsskóla. Þessi hópur er mjög stór á Íslandi eða um 30% starfandi fólks. Hún sagði frá vottuðum námsleiðum, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimati og greindi frá árangri starfsins á undanförnum árum, en miðstöðin hóf starfsemi 2003.
6. Þóra, sem hefur verið gjaldkeri deildarinnar, baðst undan endurkjöri. Árný Inga Pálsdóttir tók að sér að sinna starfi gjaldkera næsta tímabil.
Fundargerð skráði Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, ritari.
Síðast uppfært 14. maí 2017