208 fundurinn

Til baka á fundargerðir
Delta Kappa Gamma á Íslandi - Alfa-deild

208. fundur Alfa-deildar

Jólafundur Alfadeildar var haldinn þann 4. desember í Nauthól, frá kl. 11.00-13.15 18 Alfakonur komu saman og keyptu sér veitingar  og nutu samverunnar. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir var með orð til umhugsunar. Hún sagði frá minningum sínum í tengslum við stofnun Alfadeildar DKG og sýndi myndir frá þessum tíma og sagði frá fyrstu fundum og viðburðum í starfinu. Sigurjóna Sverrisdóttir las upp úr bókinni um Kristján Jóhannsson Á valdi örlaganna. Fundurinn var haldinn í fallegu vetrarveðri og var umgjörðin einstaklega falleg og notaleg.. Félagskonur sungu síðan saman jólalög. Loks fór fram söfnun fyrir Schools for Africa.


Síðast uppfært 14. maí 2017