211. fundurinn
Þann 7. apríl 2011 var haldinn 111. félagsfundur Alfadeildar hjá Sigríði Rögnu að Skildinganesi 48. 22 félagskonur mættu ásamt formanni Landssambands DKG Ingibjörgu Jónasdóttur.
Marta Guðjónsdóttir, formaður opnaði fundinn og bauð félagskonur velkomnar. Steinunn Ármannsdóttir kveikti á kertum. Sendiherra Kanada Hr. Alan Bones var gestur fundarins. Hann fræddi félagskonur um menntastefnu Kanada og svaraði fyrirspurnum. Hann sagði menntakerfið í Kanada vera dreifstýrt og fjármagnað svæðisbundið. Engu að síður er mikið samræmi í námskrám milli svæða. Ýmis umræðuefni voru tekin fyrir á grundvelli fjölbreyttra fyrirspurna félagskvenna. Sendiherrann svaraði greiðlega öllum spurningum, hvort heldur umræðan snerist um íslenska innflytjendur, menntun á dreifbýlum svæðum í norðri, árangur tiltekinna svæða, menntun fatlaðra og innflytjenda, möguleika innflytjenda í Kanada, ríkisborgararétt 10 ríkra aðila frá Kanada til Íslands, sem sendiherrann hefur ekki skoðun á, góðan árangur Kanadamanna í Pisa rannsókninni, kennaramenntun. Sendiherrann sér ýmis líkindi milli þjóðanna. Eins og sjá má á þessari upptalningu var umræðan lífleg.
Ingibjörg Jónasdóttir tók því næst til máls og hvatti konur til að sækja þing DKG á Íslandi í maí og Evrópuráðstefnuna sem haldin verður í Baden Baden.
Að lokum þakkaði Marta félagskonum fyrir samstarfið í vetur. Hún sagði það hafa verið fjölbreytt og þátttaka góð. Hún hvatti til enn betra starfs næsta vetur.
Síðast uppfært 14. maí 2017